Björn Ágúst Hansson
Nemendur buðu kennurum í stórveislu | Met fjöldi í 2. bekk í matreiðslu
Þann 5. nóvember s.l. var 2. bekkur í matreiðslu og framreiðslu í Hótel og matvælaskólanum með hádegismat fyrir kennara í Menntaskólanum í Kópavogi, en þar var boðið upp á glæsilegan fjögurra rétta matseðil.
Eldhúsinu var skipt niður í fjóra hópa og einn hópur sá um einn rétt fyrir sig og núna eru 30 manns í 2. bekk í matreiðslu sem er víst met fjöldi í einum bekk að sögn Guðmundar Guðmundssonar eða Mumma sem hann er kallaður, þannig það voru 6 til 8 manns í hverjum hóp og var nóg af höndum fyrir hvern disk.
![Annar rétturinn var ofnbökuð bleikja, hörpuskel og kræklingur með hvítvíns smjörsósu og kræklinga froðu.](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2013/11/2bekkur_081120133-1024x637.jpg)
Annar rétturinn var ofnbökuð bleikja, hörpuskel og kræklingur með hvítvíns smjörsósu og kræklinga froðu.
![Þriðji réttur var heilsteikt hrossalund með kartöfluköku, gljáðu rósakáli, gulrótarmauki og rauðvínssósu. ( vantar kjötið á myndina því það var transerað inn í sal.)](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2013/11/2bekkur_081120132-1024x630.jpg)
Þriðji réttur var heilsteikt hrossalund með kartöfluköku, gljáðu rósakáli, gulrótarmauki og rauðvínssósu. ( vantar kjötið á myndina því það var transerað inn í sal.)
![Fjórði og síðasti réttur var Blandaður eftirréttur í honum var malt ís, appelsínu sorbet, flamberuð pönnukaka, berjasalat og konfekt moli. ( Vantar pönnukökuna á disk, því hún var eldsteikt inn í sal.)](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2013/11/2bekkur_08112013-1024x704.jpg)
Fjórði og síðasti réttur var Blandaður eftirréttur í honum var malt ís, appelsínu sorbet, flamberuð pönnukaka, berjasalat og konfekt moli. ( Vantar pönnukökuna á disk, því hún var eldsteikt inn í sal.)
Þetta gekk mjög vel fyrir sig og allir fóru sáttir í kennslu eftir þessa veislu.
Myndir: Nemendur í 2. bekk.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Keppni11 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni2 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný