Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

O´Learys breytist í Sport & Grill heimavöllur Ella

Birting:

þann

Elís Árnason er matreiðslu- og kjötiðnaðarmeistari að mennt

Elís Árnason er matreiðslu- og kjötiðnaðarmeistari að mennt

Sport & Grill er nýr veitingastaður í Smáralindinni, en hann er staðsettur þar sem Oleary’s var.

Sama Oleary’s kennitala á bak við reksturinn á nýja staðnum, sami eigandi en hann er matreiðslu- og kjötiðnaðarmeistarinn Elís Árnason, áferðarbreyting innanhúss og enn betri matseðill fyrir þá sem elska gómsætan grill mat og góða aðstöðu til að horfa á uppáhalds íþrótta viðburðinn sinn.

„Við höfum núna breytti nafni Oleary’s í Sport & Grill heimavöllur Ella“,

segir í tilkynningu frá Sport & Grill en þar er haft eftir Elís:

„Ég elska þennan veitingastað og gestina okkar og ég er eins og þið vitið, nánast alltaf á staðnum og tek glaður á móti ykkur og sinni ykkur af kostgæfni.“

Sjá einnig: O’Learys til Íslands | Opnar í Smáralindinni

Sportgrill

Sportgrill hefur fengið góðar viðtökur

En af hverju skiptir staðurinn um nafn?

„Það var ljóst í byrjun árs að O´Learys keðjan úti var að fara í áttir sem við höfðum ekki áhuga á að fara í með þeim. Við höfum átt ágætt samstarf við þau og lært mikið af þeim og okkur þykir vænt um vini okkar þar og þetta er gert í mesta bróðerni við eigendur og stjórnendur.

Þessi stefnubreyting hjá þeim er tilkomin í framhaldi af því að keðjan fékk nýja kjölfestueigendur í fyrra og þeir eru að marka ákveðna stefnu sem er spennandi fyrir þeirra markað en hugnast okkur síður hér,“

segir Elís Árnason aðaleigandi Sport & Grill í samtali við Mannlíf um breytingarnar sem fjallar nánar um málið hér.

Glæsilegur matseðill er í boði og ættu klárlega allir að finna eitthvað við sitt hæfi eins og sjá má á heimasíðunni www.sportgrill.is.

Myndir: facebook / Sportgrill

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið