Keppni
Þessi sigruðu í Íslandsmóti framreiðslu-, og matreiðslunema 2019
Íslandsmót matreiðslu- og framreiðslunema fór fram í gær, þriðjudaginn 12. nóvember, í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi.
Keppnin var jafnframt forkeppni fyrir Norrænu nemakeppnina sem verður haldin í Osló dagana 24. og 25. apríl 2020.
Þátttakendur voru samtals 19, í matreiðslu kepptu 12 og sjö í framreiðslu. Keppnin hófst kl. 14 og í matreiðslu var fyrsta réttinum skilað kl. 16.15 og eftiréttinum kl. 17.00.
Keppni í matreiðslu skiptist í tvo hluta, skriflegt próf og verklegan hluta þar sem nemarnir matreiddu tvo rétti: Forrétt sem innihélt rauðsprettu, bygg og perlulauk. Seinna verkefni nemanna var eftirréttur sem var sítrónutart, ítalskur marens og hindber.
Yfirdómari í keppni matreiðslunema var Kjartan Marinó Kjartansson.
Keppnin í framreiðslu skiptist í a) skriflegt próf, b) blöndun drykkja, c) kvöldverðaruppdekkning fyrir tvo gesti, d) para vínseðil við matseðil, e) eldsteiking f) fyrirskurður, g) fjögur mismunandi sérvettubrot.
Yfirdómari í keppni framreiðslunema var Julianna Laire.
Sigurvegarar í keppni framreiðslunema voru:
- Björn Kristinn Jóhannsson
- Ísak Magnússon
Sigurvegarar í keppni matreiðslunema voru:
- Hugi Rafn Stefánsson
- Kristín Birta Ólafsdóttir
Myndir: Ólafur Jónsson, sviðsstjóri matvæla- og veitingasviðs.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana