Markaðurinn
Takk fyrir komuna á Stóreldhúsið 2019 – Myndir
Innnes vill þakka öllum kærlega fyrir komuna á Stóreldhúsið 2019, það var gaman að sjá hversu margir komu þetta árið og voru gestir almennt ánægðir með sýninguna.
Sýningarbás Innnes var með glæsilegasta móti í ár, við náðum að kynna fyrir viðskiptavinum og öðrum gestum hversu fjölbreytt vöruúrval Innnes hefur upp á að bjóða.
Við fengum til okkar 3 erlenda gestakokka frá Oscar og Kryta ásamt því að Viktor Örn Andrésson og Hinrik Lárusson frá Lux Veitingum elduðu girnilega rétti úr hráefnum frá Innnes.
Á sýningarbásnum í ár lagði Innnes áherslu á samstarf við Te & Kaffi, kaffilausnir fyrir fyrirtæki, ferska ávexti og grænmeti, úrvals krydd frá Kryta, hágæða krafta frá Oscar, mikið úrval af brauði og bakkelsi, vinsælu frönsku kartöflurnar frá Aviko, spennandi nýjungar frá Heinz og framandi kjöt og fisk. Innnes kynnti einnig vefverslun Innnes sem sannarlega hefur fengið frábærar viðtökur meðal viðskiptavina, hægt er að skoða vefverslun Innnes hér.
Innnes var með lukkuleik á sýningunni, dregið var út af handahófi og sat Linda Björk Bragadóttir uppi sem vinningshafi og vinnur ferð fyrir 2 til Evrópu með Icelandair.
Á sýningunni endurnýjuðu Innnes og Bocuse d’Or akademían samstarfssamning þess efnis að Innnes verði áfram bakhjarl Bocuse D´or akademíunar. Innnes er stoltur bakhjarl og styrktaraðili Bocuse d´Or Akademíunar.
Ísland hefur náð góðum árangri í Bocuse D’or keppninni undanfarin ár og vonumst við hjá Innnes að með stuðningi okkar verði svo áfram. Ísland hefur á að skipa framúrskarandi matreiðslumönnum sem eru landi og þjóð til sóma og náð hafa góðum árangri á erlendri grundu.
Hér að neðan má sjá myndir af sýningunni:
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða