Vertu memm

Bocuse d´Or

Þráinn kíkti til Noregs og skoðaði lúðuna sem notuð verður í Bocuse d´Or

Birting:

þann

Þráinn Freyr Vigfússon, fulltrúi Íslands í keppninni Bocuse d´Or

F.v. Þráinn Freyr Vigfússon, fulltrúi Íslands í keppninni Bocuse d´Or 2010, Bjarni Siguróli Jakobsson aðstoðamaður og Hákon Már Örvarsson þjálfari

Þráinn Freyr Vigfússon, fulltrúi Íslands í keppninni Bocuse d´Or, fór til Noregs í lok janúar síðastliðin til að skoða lúðuna sem hann notar í Bocuse d´Or Europe í Sviss þann 7-8. júní næstkomandi.

Sterling lúðueldi - Bocuse d´Or 2010

Sterling lúðueldi - Bocuse d´Or 2010

Með í för var Viktor Örn Andrésson, ljósmyndari og meðlimur í landsliði klúbbs matreiðslumeistara. Skoðuðu þeir Sterling lúðueldið sem er skammt frá Stavanger, nánar til tekið í Kjeurda.

Frode Selvaag, matreiðslumaður hjá Sterling, tók á móti strákunum og ferjaði þá út í eldiskvíarnar sem eru í miðjum firði. Þar eru 400-550 þúsund stykki af lúðu. Eftir góða leiðsögn um eldisstöðina var ferðinni heitið á veitingarstað Sven Erik Renaa, keppanda Noregs í Bocuse d´Or árið 2007 og landsliðseinvalds.

Sterling lúðueldi - Bocuse d´Or 2010

Þráinn Freyr Vigfússon og Gunnar Harvnes

Daginn eftir var svo heimsókn í Gastronomic Institute of Norway þar sem þeir hittu fyrir Gunnar Harvnes, næsta keppanda Norðmanna í Bocuse d´Or.

Sterling lúðueldi - Bocuse d´Or 2010

Þess má geta að æfingar eru komnar á fullt, en æft er 2 ½ dag í hverri viku fram í miðjan mars mánuð. Þráinn Freyr er búinn að velja sér aðstoðarmenn. Þeir eru Bjarni Siguróli Jakobsson á Vox, Atli Þór Erlendsson, Hótel Sögu, og Tómas Ingi, Hótel Sögu.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið