Bocuse d´Or
Þráinn kíkti til Noregs og skoðaði lúðuna sem notuð verður í Bocuse d´Or
Þráinn Freyr Vigfússon, fulltrúi Íslands í keppninni Bocuse d´Or, fór til Noregs í lok janúar síðastliðin til að skoða lúðuna sem hann notar í Bocuse d´Or Europe í Sviss þann 7-8. júní næstkomandi.
Með í för var Viktor Örn Andrésson, ljósmyndari og meðlimur í landsliði klúbbs matreiðslumeistara. Skoðuðu þeir Sterling lúðueldið sem er skammt frá Stavanger, nánar til tekið í Kjeurda.
Frode Selvaag, matreiðslumaður hjá Sterling, tók á móti strákunum og ferjaði þá út í eldiskvíarnar sem eru í miðjum firði. Þar eru 400-550 þúsund stykki af lúðu. Eftir góða leiðsögn um eldisstöðina var ferðinni heitið á veitingarstað Sven Erik Renaa, keppanda Noregs í Bocuse d´Or árið 2007 og landsliðseinvalds.
Daginn eftir var svo heimsókn í Gastronomic Institute of Norway þar sem þeir hittu fyrir Gunnar Harvnes, næsta keppanda Norðmanna í Bocuse d´Or.
Þess má geta að æfingar eru komnar á fullt, en æft er 2 ½ dag í hverri viku fram í miðjan mars mánuð. Þráinn Freyr er búinn að velja sér aðstoðarmenn. Þeir eru Bjarni Siguróli Jakobsson á Vox, Atli Þór Erlendsson, Hótel Sögu, og Tómas Ingi, Hótel Sögu.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla
-
Markaðurinn1 klukkustund síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur