Vín, drykkir og keppni
NORDIC BAR SHOW á Íslandi
Eftir óteljandi email og mörg skype símtöl við erum stolt af því að tilkynna að Nordic Bar show er að koma til Íslands.
Strákarnir á bakvið Nordic Bar Show Chris Grøtvedt og Mikael Wenzell eru á íslandi ásamt barþjóninum Ola Carlsson frá Stokkhólmi.
Nordic Bar Show er árleg verðlaunahátíð sem að hefur verið haldin frá 2013 og snýst um Barsenuna á Norðurlöndunum og loksins fær litli frændinn Ísland að vera með.
Saman verða þeir með námskeið og kynningu í dag 7. maí 2019 á Kjarvalstofu á Austurstræti kl 15-18 (fyrir ofan English Pub) þar sem að Chris og Mikael munu tala um hugmyndina bakvið Nordic Bar show og sögu hátíðarinnar og auðvitað hvernig ísland verður partur af þessu öllu saman. Þeir munu einnig ræða muninn og þróunina á barsenunni á norðurlöndunum og að sjálfsögðu verður tími fyrir spurningar.
Ola mun svo ræða um Svíðjóð og kynna fyrir gestum Johnnie Walker og Tanqueray.
Klukkan 21:00 í kvöld munu Ola og Chris vera með Pop-Up á Miami á Hverfisgötu þar sem Tanqueray og Johnnie Walker kokteilar munu vera á frábæru verði.
Vonandi sjáumst við hress á Kjarvalstofu og Miami
Kv Hlynur Björns og Sóley Kristjánsdóttir
-
Markaðurinn7 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn7 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn







