Markaðurinn
36% sýrður rjómi kominn aftur á markað
Vegna mikillar eftirspurnar er sýrður rjómi með 36% fituinnihaldi nú loks fáanlegur aftur. Sýrður rjómi hentar sérstaklega vel í sósur, súpur og hverskonar matargerð. Einnig er hann mjög góður sem ídýfa og smellpassar fyrir þá sem eru á ketó mataræði.
Sýrði rjóminn er framleiddur í vinnslustöð MS á Selfossi og er að sjálfsögðu einnig fáanlegur í 5 lítra fötum fyrir veitingahús og stórnotendur. Sé frekari upplýsinga óskað þá vinsamlega hafið samband við sölumenn MS í síma 450-1111.
Til gamans látum við fylgja með uppskrift að frábæru avókadósalati þar sem sýrði rjóminn setur punktinn yfir i-ið.
Avókadósalat með eggjum og sýrðum rjóma
2 lítil avókadó, hreinsuð og skorin í teninga
6 harðsoðin egg, skorin í báta
8 beikonsneiðar
2 msk. 36% sýrður rjómi frá MS
2 msk. majónes (má sleppa)
2 tsk. sítrónusafi
1/2 bolli ferskt kóríander
salt og pipar eftir smekk
Blandið saman í skál; eggjabátum avókadóteningum, beikoni, sýrðum rjóma, majónesi, kóríander og sítrónusafa. Skreytið með beikoni og kóríander. Borðið með grófu brauði eða sem salat.
Fyrir þá sem eru á LKL- eða Ketó-mataræði er upplagt að rúlla salatinu upp í kálblöð og njóta þannig.
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Okkar þjónusta, þín uppskera – myndir frá Ekrunni á Stóreldhúsasýningunni
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland í 5. sæti á HM
-
Keppni3 dagar síðan
Klúbbur matreiðslumeistara kynnir nýtt Kokkalandslið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vel heppnað Sumac PopUp á LYST á Akureyri – Reynir: Þetta gekk ótrúlega vel. Það var allt uppbókað og mjög góð sætanýting…. – Myndaveisla
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Umsókn um nám í framreiðslu, kjötiðn, matartækni og matreiðslu á vorönn 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðarstemmning hjá Innnes á Stóreldhúsinu – Myndaveisla
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lambasnitsel í raspi og margir girnilegir réttir á mánaðartilboði