Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt kaffihús og Bistro opnar á morgun á Dalvík
Á morgun laugardaginn 26. október fyrsta dag vetrar opna hjónin Júlíus Júlíusson og Gréta Arngrímsdóttir nýtt kaffihús og Bistro í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík.
Á opnunardaginn verður opið frá klukkan 11 og fram á kvöld. Kaffi, kökur, smáréttir, fræðslufyrirlestur, tónlist og tilboð. Fastur opnunartími er þriðjudaga til föstudaga frá klukkan 11 til 18, laugardaga 11 til 17, sunnudaga 12 til 17 og á mánudögum er lokað.
Við verðum með mat í hádeginu virka daga og einnig með ýmis sérkvöld í mat og viðburðum sem verða auglýstir nánar í hvert skipti. Það er mikið af viðburðum í menningarhúsinu og Þula er alltaf opin á þeim tíma, en Þula er bókasafnið í húsinu og flottur fjölmenningarsalur. Upplagt að grípa bók og setjast niður á Þulu. Þar er einnig að finna flest tímarit, dagblöð dagsins og frítt netsamband. Tökum við smáum sem stórum hópum í mat, kaffi eða óvissuferðapakka. Fyrirspurnir og pantanir í síma 8979748 og [email protected]
, sagði Júlíus hress í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um opnunartíma og hvað verði á boðstólnum.
Þula og Menningarhúsið Berg eru með sameiginlega síðu á facebook, gerist vinir og fylgist með uppákomum, tilboðum og öllu því áhugaverða sem í boði verður. Sælkeravörur Áhugamannsins verða til sölu í Þulu, sælkerakrukkur og gjafapakkningar ofl.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or7 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Markaðurinn4 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn4 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn5 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni5 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille






