Vertu memm

Keppni

Sigurjón Bragi Geirsson er Kokkur ársins 2019

Birting:

þann

Kokkur ársins 2019 - Sigurjón Bragi Geirsson

Kokkur ársins 2019.
Sigurjón Bragi Geirsson

Nú rétt í þessu voru úrslitin kynnt í keppninni Kokkur ársins sem haldin var í Hörpu í dag. Það var Sigurjón Bragi Geirsson sem hreppti titilinn Kokkur ársins 2019. Rúnar Pierre Heriveaux í öðru sæti og Iðunn Sigurðardóttir í þriðja sæti.

Kokkur ársins 2019

F.v. Rúnar Pierre Heriveaux 2. sæti, Sigurjón Bragi Geirsson Kokkur ársins 2019 og Iðunn Sigurðardóttir 3. sæti.

Kokkur ársins 2019

Sigurjón Bragi Geirsson og aðstoðarmaður hans í keppninni

Kokkur ársins 2019 - Sigurjón Bragi Geirsson

Kokkur ársins 2019.
Sigurjón Bragi Geirsson

Kokkur ársins 2019

Eliza Jean Reid forsetafrú, Kristján Þór Júlíusson Sjávar- og landbúnaðarráðherra, Björn Bragi Bragason forseti Klúbbs matreiðslumeistara ásamt keppendum og aðstoðarmönnum.

Fréttin verður uppfærð með fleiri myndum ofl.

Um keppnina

Fréttayfirlit: Kokkur ársins.

Forkeppnin

Forkeppnin fór fram miðvikudaginn 6. mars s.l. en þar kepptu tíu kokkar um fimm pláss í lokakeppninni sjálfri. Þrjár konur voru skráðar til leiks í ár og er það mesti fjöldi kvenna sem skráður hefur verið í keppnina til þessa og allar komust þær áfram í úrslitakeppnina í kvöld.

Keppendur í undanúrslitum um titilinn Kokkur ársins 2019 voru:

  • Iðunn Sigurðardóttir, Íslenski Matarkjallarinn
  • Ingimundur Elí Jóhannsson, Lux veitingar
  • Kolbrún Hólm Þorleifsdóttir, Deplar Farm
  • Rúnar Pierre Heriveaux, Grillið Hótel Sögu
  • Sigurjón Bragi Geirsson, Garri
  • Sindri Geir Guðmundsson, Jamie’s Italian
  • Snædís Xyza Mae Jónsdóttir Ocampo, Hótel Saga Mímir Restaurant
  • Viktor Snorrason, Moss Restaurant
  • Vilhjálmur Guðmundsson, Grand Hótel
  • Þorsteinn Kristinsson, Fiskfélagið

Úrslitakeppnin

Samdægurs þ.e. miðvikudaginn 6. mars var tilkynnt hverjir fimm efstu keppendur kepptu til úrslita í dag laugardaginn 23. mars í Hörpu, en þau voru:

  • Iðunn Sigurðardóttir, Íslenski Matarkjallarinn
  • Kolbrún Hólm Þorleifsdóttir, Deplar Farm
  • Rúnar Pierre Heriveaux, Grillið Hótel Sögu
  • Sigurjón Bragi Geirsson, Garri
  • Snædís Xyza Mae Jónsdóttir Ocampo, Hótel Saga Mímir Restaurant
Kokkur ársins 2019 - Sigurjón Bragi Geirsson

Sigurjón Bragi Geirsson einbeittur á svip í úrslitakeppninni.
Mynd: Ívar Unnsteinsson

Kokkur ársins 2019 - Sigurjón Bragi Geirsson

Sigurjón Bragi Geirsson

Kokkur ársins 2019 er Sigurjón Bragi Geirsson

Kokkur ársins 2019 er Sigurjón Bragi Geirsson.
Skjáskot úr beinni útsendingu – Facebook / Kokkur ársins

Eins og fram hefur komið þá var það Sigurjón Bragi Geirsson sem hreppti titilinn Kokkur ársins 2019.

Það voru Elisa Reid forsetafrú og Kristján Þór Júlíusson Sjávar- og landbúnaðarráðherra sem afhendu sigurvegurum kvöldsins verðlaunin um 23:00 í kvöld að viðstöddum rúmlega 200 manns.

Myndir frá úrslitakeppninni í kvöld:

Dómnefnd í úrslitum:

  • Gert Klötzke – Yfirdómari
  • Þráinn Freyr Vigfússon
  • Ylfa Helgadóttir
  • Steinn Óskar Sigurðsson
  • Bjarni Gunnar Kristinsson
  • Bjarni Siguróli Jakobsson
  • Bjarki Hilmarsson
  • Hafsteinn Ólafsson
  • Jóhannes Steinn Jóhannesson
  • Axel Björn Clausen
  • Viktor Örn Andrésson

Kokkur ársins 2019 er besti kokkur landsins árið 2019 og hlýtur þátttökurétt fyrir Íslands hönd í  Matreiðslumaður norðurlanda 2020.   Verðlaunin eru ekki af verri endanum en í fyrstu verðlaun eru 300.000 krónur, í öðru sæti 100.000 krónur og í þriðja sæti er gjafabréf með Icelandair.

Kokkur ársins 2019 - 5 manna úrslit

Keppendur í úrslitum 2019
F.v. Iðunn Sigurðardóttir, Snædís Xyza Mae Jónsdóttir Ocampo, Kolbrún Hólm Þorleifsdóttir, Sigurjón Bragi Geirsson og Rúnar Pierre Heriveaux

Samhliða keppninni sá Kokkalandsliðið ásamt Kokki ársins frá því í fyrra og Kokki ársins 2007 um stemninguna þar sem Kokkalandsliðið lék við hvern sinn fingur og töfraði fram 4. rétta matseðil ásamt vel völdum drykkjum.

Matseðill kvöldsins:

Á undan
Hráskinka & íslenskir ostar

Lystauki – ÓX Restaurant
Villisveppaseyði, eggjarauða, brent smjör, eggjakrem

Forréttur – Kokkalandsliðið
Marineruð Bleikja, Súrumjólk, dill & hrogn

Aðalréttur – Kokkalandsliðið
Lambahryggur, kartöflur, brokolini & yuzu

Eftirréttur – Kokkur ársins 2018 Garðar Kári Garðarsson
Súkkulaði, heslihnetur, hindber og lakkrís

Kaffi & koníak

Veislustjóri var Einar Bárðarson og skemmtiatriði sá Helgi Björnsson & Meistari Jakob um.

Miðaverð var 19.900 kr.

Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem hefur veg og vanda að keppninni eins og áður og byggir á sterkri sögu og hefð.

Myndband frá verðlaunafhendingunni:

Kokkur Ársins 2019

Kokkur Ársins

Posted by Kokkur Ársins on Saturday, 23 March 2019

 

Myndir: facebook / Kokkur ársins

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið