Keppni
Sigurjón Bragi Geirsson er Kokkur ársins 2019
Nú rétt í þessu voru úrslitin kynnt í keppninni Kokkur ársins sem haldin var í Hörpu í dag. Það var Sigurjón Bragi Geirsson sem hreppti titilinn Kokkur ársins 2019. Rúnar Pierre Heriveaux í öðru sæti og Iðunn Sigurðardóttir í þriðja sæti.
Fréttin verður uppfærð með fleiri myndum ofl.
Um keppnina
Fréttayfirlit: Kokkur ársins.
Forkeppnin
Forkeppnin fór fram miðvikudaginn 6. mars s.l. en þar kepptu tíu kokkar um fimm pláss í lokakeppninni sjálfri. Þrjár konur voru skráðar til leiks í ár og er það mesti fjöldi kvenna sem skráður hefur verið í keppnina til þessa og allar komust þær áfram í úrslitakeppnina í kvöld.
Keppendur í undanúrslitum um titilinn Kokkur ársins 2019 voru:
- Iðunn Sigurðardóttir, Íslenski Matarkjallarinn
- Ingimundur Elí Jóhannsson, Lux veitingar
- Kolbrún Hólm Þorleifsdóttir, Deplar Farm
- Rúnar Pierre Heriveaux, Grillið Hótel Sögu
- Sigurjón Bragi Geirsson, Garri
- Sindri Geir Guðmundsson, Jamie’s Italian
- Snædís Xyza Mae Jónsdóttir Ocampo, Hótel Saga Mímir Restaurant
- Viktor Snorrason, Moss Restaurant
- Vilhjálmur Guðmundsson, Grand Hótel
- Þorsteinn Kristinsson, Fiskfélagið
Úrslitakeppnin
Samdægurs þ.e. miðvikudaginn 6. mars var tilkynnt hverjir fimm efstu keppendur kepptu til úrslita í dag laugardaginn 23. mars í Hörpu, en þau voru:
- Iðunn Sigurðardóttir, Íslenski Matarkjallarinn
- Kolbrún Hólm Þorleifsdóttir, Deplar Farm
- Rúnar Pierre Heriveaux, Grillið Hótel Sögu
- Sigurjón Bragi Geirsson, Garri
- Snædís Xyza Mae Jónsdóttir Ocampo, Hótel Saga Mímir Restaurant
Eins og fram hefur komið þá var það Sigurjón Bragi Geirsson sem hreppti titilinn Kokkur ársins 2019.
Það voru Elisa Reid forsetafrú og Kristján Þór Júlíusson Sjávar- og landbúnaðarráðherra sem afhendu sigurvegurum kvöldsins verðlaunin um 23:00 í kvöld að viðstöddum rúmlega 200 manns.
Myndir frá úrslitakeppninni í kvöld:
Dómnefnd í úrslitum:
- Gert Klötzke – Yfirdómari
- Þráinn Freyr Vigfússon
- Ylfa Helgadóttir
- Steinn Óskar Sigurðsson
- Bjarni Gunnar Kristinsson
- Bjarni Siguróli Jakobsson
- Bjarki Hilmarsson
- Hafsteinn Ólafsson
- Jóhannes Steinn Jóhannesson
- Axel Björn Clausen
- Viktor Örn Andrésson
Kokkur ársins 2019 er besti kokkur landsins árið 2019 og hlýtur þátttökurétt fyrir Íslands hönd í Matreiðslumaður norðurlanda 2020. Verðlaunin eru ekki af verri endanum en í fyrstu verðlaun eru 300.000 krónur, í öðru sæti 100.000 krónur og í þriðja sæti er gjafabréf með Icelandair.
Samhliða keppninni sá Kokkalandsliðið ásamt Kokki ársins frá því í fyrra og Kokki ársins 2007 um stemninguna þar sem Kokkalandsliðið lék við hvern sinn fingur og töfraði fram 4. rétta matseðil ásamt vel völdum drykkjum.
Matseðill kvöldsins:
Á undan
Hráskinka & íslenskir ostar
Lystauki – ÓX Restaurant
Villisveppaseyði, eggjarauða, brent smjör, eggjakrem
Forréttur – Kokkalandsliðið
Marineruð Bleikja, Súrumjólk, dill & hrogn
Aðalréttur – Kokkalandsliðið
Lambahryggur, kartöflur, brokolini & yuzu
Eftirréttur – Kokkur ársins 2018 Garðar Kári Garðarsson
Súkkulaði, heslihnetur, hindber og lakkrís
Kaffi & koníak
Veislustjóri var Einar Bárðarson og skemmtiatriði sá Helgi Björnsson & Meistari Jakob um.
Miðaverð var 19.900 kr.
Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem hefur veg og vanda að keppninni eins og áður og byggir á sterkri sögu og hefð.
Myndband frá verðlaunafhendingunni:
Kokkur Ársins
Posted by Kokkur Ársins on Saturday, 23 March 2019
Myndir: facebook / Kokkur ársins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla