Frétt
Dominique brilleraði í Franska sendiráðinu – Myndir
Frönsku sendiherrahjónin, Graham og Jocelyne Paul, buðu til sín nú á dögunum sendiherrum erlendra ríkja á Íslandi til að smakka frönsk vín og osta. Það var forsmekkurinn að hinni árlegu frönsku matarhátíð „Goût de France / Good France“ sem hefst í dag, 21. mars.
Sjá einnig: Stærsta veisla í heimi hefst 21. mars næstkomandi – Íslensk veitingahús taka þátt í veislunni
Dominique Plédel Jónsson kynnti af yfirburðaþekkingu vínin og ostana, sem boðnir voru, uppruna þeirra, eiginleika og hvernig þeir spiluðu saman og upphæfu, dempuðu eða drægju fram bragð hver annars.
Þetta var ákaflega lífleg og góð kvöldstund og gestirnir, nær 30 að tölu, kunnu vel að meta það sem á borð var borið, jafnt veitingarnar sem fróðleikinn.
Myndirnar tala sínu máli.

Sawako Nevin, eiginkona breska sendiherrans, Michael Mann, sendiherra Evrópusambandsins, Dorothée Junker, eiginkona hans, og eiginkona sænska sendiherrans.

Næst okkur frá vinstri eru Ulrike Beck, eiginkona þýska sendiherrans, Margaret Makimi V. Changsan, eiginkona indverska sendiherrans, Åsa Juholt, eiginkona sænska sendiherrans, Anne-Tamara Lorre, sendiherra Kanada, og Eva Egesborg Hansen, sendiherra Danmerkur.

Hér eru það sendimaður Grænlands, Jacob Isbosethsen, og Herbert Ludwig Beck, sendiherra Þýskalands sem standa við borðið.

Anton Vsevolodovich Vasiliev, sendiherra Rússlands, Ann-Sofie Stude, sendiherra Finnlands, og Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar, taka til óspilltra málanna.

Sendiherra Frakklands, Graham Paul, bauð gesti velkomna og talaði um tilefni þessarar vín- og ostasmökkunar, í aðdraganda alþjóðlegu „Goût de France / Good France“ matarhátíðarinnar.
Myndir: facebook / Franska sendiráðið á Íslandi

-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Vín, drykkir og keppni19 klukkustundir síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Keppni2 dagar síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn