Starfsmannavelta
27 milljónir fyrir veitingapláss á Stjörnutorgi

Frá opnunarpartý suZushii í IÐU húsinu.
Sigurður og Ásta opnuðu suZushii útibú í IÐU húsinu í apríl 2013 og lokaði staðnum í ágúst sama ár.
Mynd úr safni: Matthías Þórarinsson
Einar Sturla Möinichen og aðrir aðstandendur Sushibarsins hafa tekið ákvörðun um selja Kringluútibú veitingastaðarins. Útibúið hefur verið starfrækt á Stjörnutorgi undir merkjum Sushibarsins Express undanfarin þrjú ár.
Uppsett verð fyrir veitingaplássið eru 27 milljónir króna, að því er fram kemur á visir.is.
Einar segir í samtali við Vísi að ástæðan fyrir sölunni sé í raun sáraeinföld. Reksturinn hafi ekki lengur staðið undir sér og aðstandendur staðarins hafi tekið ákvörðun um að einbeita sér að öðrum öngum rekstursins, í stað þess að berjast fyrir áframhaldandi veru Sushibarsins á Stjörnutorgi.
Upphafsmaður suZushii á Stjörnutorgi í Kringlunni var Sigurður Karl Guðgeirsson matreiðslumaður eða Siggi San eins og hann er oftast nefndur í daglegu tali og eiginkona hans Ásta Sveinsdóttir.
Þau seldu suZushii árið 2014, en hann og eiginkona hans Ásta Sveinsdóttir höfðu þá verið eigendur staðarins alveg frá opnun febrúar 2010 með góðum orðstír.
Það var Einar Sturla Moinichen sem keypti suZushii, en hann var jafnframt eigandi af Sushibarnum, Lava og Hressó.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn5 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays





