Starfsmannavelta
27 milljónir fyrir veitingapláss á Stjörnutorgi
Einar Sturla Möinichen og aðrir aðstandendur Sushibarsins hafa tekið ákvörðun um selja Kringluútibú veitingastaðarins. Útibúið hefur verið starfrækt á Stjörnutorgi undir merkjum Sushibarsins Express undanfarin þrjú ár.
Uppsett verð fyrir veitingaplássið eru 27 milljónir króna, að því er fram kemur á visir.is.
Einar segir í samtali við Vísi að ástæðan fyrir sölunni sé í raun sáraeinföld. Reksturinn hafi ekki lengur staðið undir sér og aðstandendur staðarins hafi tekið ákvörðun um að einbeita sér að öðrum öngum rekstursins, í stað þess að berjast fyrir áframhaldandi veru Sushibarsins á Stjörnutorgi.
Upphafsmaður suZushii á Stjörnutorgi í Kringlunni var Sigurður Karl Guðgeirsson matreiðslumaður eða Siggi San eins og hann er oftast nefndur í daglegu tali og eiginkona hans Ásta Sveinsdóttir.
Þau seldu suZushii árið 2014, en hann og eiginkona hans Ásta Sveinsdóttir höfðu þá verið eigendur staðarins alveg frá opnun febrúar 2010 með góðum orðstír.
Það var Einar Sturla Moinichen sem keypti suZushii, en hann var jafnframt eigandi af Sushibarnum, Lava og Hressó.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni24 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi