Smári Valtýr Sæbjörnsson
Öskraði eftir hamborgara og fékk lögregluna í staðinn
Verkefni lögreglu eru fjölbreytt og af ýmsum toga, eins og best sannaðist nú um helgina, þegar lögreglumenn voru kallaðir til vegna hungurverkja erlends ferðamanns á Suðurnesjum.
Maðurinn dvaldi á hóteli í umdæminu. Á laugardagskvöld var beðið um lögregluaðstoð þangað, því ferðalangurinn væri öskrandi í sífellu inni á herbergi sínu að hann vildi fá hamborgara. Jafnframt fylgdi sögunni að búið væri að færa manninum mat en hann vildi greinilega meira,- og þá bara hamborgara.
Lögreglumenn fóru á staðinn og ræddu við manninn, sem greinilega var búinn að fá sér í staupinu. Lofaði hann að bíða með hamborgarann þar til að sunnudagsmorgun rynni upp og fara að sofa, að því er fram kemur á facebook síðu Lögreglustjórans á Suðurnesjum.
Mynd úr safni: Sverrir
![]()
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel9 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park





