Keppni
Hugleiðing í Kornax nemakeppni 2019 – Myndir
Keppni eða spilamennska hefur aldrei verið mín sterka hlið, bæði er ég óþolinmóður og frekar lélegur tapari. Ég dáist aftur á móti að þeim sem hafa keppnisandann í sér og sérstaklega finnst mér þetta áhugavert í matvælafögunum.
Laugardaginn 23. febrúar sl. var nemakeppni í bakstri sem er kennd við Kornax ehf, en þeir eru stórir í innflutningi á mjöli og korni. Keppnin var haldin í Hótel og matvælaskólanum í Kópavogi en styrktaraðilar auk þeirra eru Klúbbur bakarameistara og LABAK.
Það er ekki hægt að segja að spennan sé óbærileg í svona keppni, þetta er ekki ósvipað því að horfa á siglingakeppni, flest gerist hægt og langt í burtu. Í burtu þar sem erfitt er að fylgjast með, en þetta er samt áhugavert.
Ég kom fyrst um hádegi seinni daginn til að smella af nokkrum myndum og átti von á að baráttan væri eitilhörð og mikið stress í gangi en það var öðru nær. Allir afslappaðir og stemmingin góð, engin slagsmál eða öskur á göngunum.
Ég fékk leyfi hjá prófdómara til að spjalla aðeins við keppendur og taka myndir en keppendur voru þau Lena Björk Hjaltadóttir frá Sandholt, Hákon Hilmarsson frá Aðalbakaranum á Siglufirði og síðan Eyrún Margrétt Eiðsdóttir frá Reyni bakara.
Ég veit ekkert um það hvort keppnin hafi verið spennandi þar sem mín þekking á bakstri er eingöngu bundin við neysluna. En ég öfundaði ekki prófdómarana þegar ég smakkaði á afrakstrinum seinnipartinn.
Ég get sagt sem leikmaður og fullyrt að keppnin hafi verið nokkuð jöfn. Ég heyrði það einnig á dómurum að það hefði verið erfitt að dæma þar sem árangurinn hafi verið mjög góður hjá öllum.
Mér fannst afraksturinn bæði flottur og sérlega bragðgóður, það er á svona stundum sem ég átta mig á hvað gott handverk er. Handverk þar sem ástúð og þekking er lögð í hvert atriði.
Smjördeigið, svo stökkt og bragðgott að það var erfitt að hemja sig, jarðaberjamaukið með miklu bragði, góðri sýru og „persónuleika“, brauðið sérlega gott og karamellan þannig að manni langaði mest til að taka restina heim.
Það var síða virkilega gaman að sjá hvað það voru margir sem komu til að vera viðstaddir, heyra úrslitin og samgleðjast með þessum flottu krökkum sem lögðu allan sinn metnað í keppnina.
Með svona flottu ungu fólki í farabroddi, frábærum kennurum ásamt áhugasömum velunnurum þarf ekki að hafa mjög miklar áhyggjur af framtíðinni. En baráttan heldur áfram og hún á eftir að vera hörð.
Í 1. sæti var Hákon, í 2. sæti var Lena Björk og í 3. sæti var síðan Eyrún Margrét.
Fleiri fréttir um keppnina hér.
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni4 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni2 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svansleyfi fyrir íslenska framleiðslu Tandur
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Jólabollukeppni Barþjónaklúbbs Íslands á Gauknum til styrktar Píeta Samtökunum