Frétt
Átak gegn matarsóun í Lundarskóla – Hentu 30 kílóum af matarafgöngum daglega
Á dögunum var átak í Lundarskóla á Akureyri gegn matarsóun. Átakið stóð í eina viku.
Umræða um almenna matarsóun átti sér stað í öllum árgöngum skólans og allir árgangarnir fengu tækifæri til að leggja sitt af mörkum við að minnka matarsóun í Lundarskóla. Átakið gekk mjög vel og sá árgangur sem henti minnsta matnum fékk umbun fyrir og fékk að velja matseðilinn þann 21. febrúar nk. og var það 10. bekkur fékk umbunina.
Hentu 30 kílóum af matarafgöngum daglega
Fyrir átakið henti Lundarskóli daglega um 30 kílóum af matarafgöngum. Í lok átaksins hafði heildartalan fyrir vikuna aðeins náð 13,694 kílóum sem er alveg frábært. Þess má geta að nemendur borðuðu vel, hentu minni mat en borðuð jafn mikið eða jafnvel meira í sumum tilfellum.
Nemendur voru almennt mjög áhugasamir og meðvitaðir um matarsóunina, fengu sér hæfilegt magn af mat á diskinn, fóru fleiri ferðir ef þeir vildu og kláruðu af diskunum sínum.
Áætlað er að fylgja átakinu eftir og vigta afgangana nokkrum sinnum fram á vorið og þá fær sá árgangur sem hendir minnstu umbun fyrir.
Matráður Lundarskóla er Steinunn Kalla Hlöðversdóttir.
Myndir: lundarskoli.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni2 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Keppni18 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný