Frétt
Hamborgarhryggurinn á enn fastar rætur í hjörtum landsmanna

Alls kváðust 49% landsmanna ætla að borða hamborgarahrygg sem aðalrétt á aðfangadagskvöld.
Mynd: úr safni
Hamborgarhryggurinn á enn fastar rætur í hjörtum landsmanna en neysla á lambakjöti á aðfangadag fer minnkandi.
Þetta sýna niðurstöður könnunar MMR á matarvenjum landsmanna á aðfangadag sem framkvæmd var dagana 5. til 11. desember 2018.
Alls kváðust 49% landsmanna ætla að borða hamborgarhrygg sem aðalrétt á aðfangadagskvöld, 9% kváðust ætla að borða kalkún og önnur 9% lambakjöt (annað en hangikjöt), 8% sögðu rjúpu vera á boðstólnum á sínu heimili, 5% nautakjöt og 4% svínakjöt (annað en hamborgarhrygg). Þá kváðust tæp 16% ætla að gæða sér á annars konar aðalrétt en ofantöldu.

Spurt var: Hvað er líklegast að þú munir borða sem aðalrétt á aðfangadagskvöld? Svarmöguleikar voru: Fiskur/sjávarfang, gæs, grænmetisfæði, hangikjöt, hamborgarhryggur, hreindýrakjöt, kalkúnn, kjúklingur, lambakjöt (annað en hangikjöt)*, nautakjöt, rjúpur, svínakjöt (annað en hamborgarhryggur)**, önd, annað kjöt, annað og veit ekki/vil ekki svara.
Samtals tóku 96,3% afstöðu til spurningarinnar.

-
Markaðurinn6 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag