Vertu memm

Uppskriftir

Kókostoppar

Birting:

þann

Kókos - Smákökur

Hægt er að sprauta deiginu í allskyns form og dýfa í súkkulaði eftir bakstur

360 gr egg
360 gr sykur
360 gr kókosmjöl, fínmalað
100 gr súkkulaði, grófrifið
100 gr búðingsduft (Royal, vanilla)
rifinn börkur af 1 appelsínu

Hitið ofninn í 220° C. Öllum efnunum í deigið blandað vel saman og deiginu sprautað á plötu í gegnum slétta túðu.

Topparnir eru hafðir nokkuð stórir, annars verða þeir ekki mjúkir að innan. Bakaðir í 10 – 12 mínútur.

Toppana má ekki baka löngu fyrir jól, því þá harðna þeir og eru ekki eins og þeir eiga að vera. Einnig er mikilvægt að geyma þá í loftþéttu íláti.

Höfundur: Smári Stefánsson bakarameistari

Mynd: úr safni

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið