Nemendur & nemakeppni
Kynnti franska kökugerðarlist og sykurskreytingu í Hótel- og matvælaskólanum
Franski kökugerðarmeistarinn, Jacquy Pfeiffer, var staddur hér á landi á vegum franska sendiráðsins.
Jacquy kynnti franska kökugerð í Hagkaupum í Kringlunni, sagði sögu um franska kökugerð í Alliance Française og bauð fólki að smakka á krásum eftir hann.
Jacquy Pfeiffer er einn fremsti kökugerðarmeistari í heimi en hann hefur starfað við mörg af fremstu veitingahúsum í heimi og rekur nú skóla í franskri kökugerð í Chicago. Hann hefur hlotið margar og miklar viðurkenningar fyrir list sína, bæði í Frakklandi og í Bandaríkjunum.
Jacquy kíkti við í Hótel og matvælaskólann í Kópavogi þar sem hann skoðaði skólann og kynnti nemendum heimsklassakökugerð eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og myndbandi hér að neðan. Um 40 nemendur í matreiðslu og bakstri mættu í kennslustund hjá Jacquy.
„Hann sýndi bíómynd fyrir hádegi, Kings of pastry og svaraði spurningum eftir sýninguna. Eftir hádegi var hann fyrst og fremst að sýna okkur sykurvinnu sem hann er mjög fær í. Talaði við nemendur á meðan svaraði spurningum og sagði reynslusögur frá keppnum og kennslu. Mínir nemendur voru mjög ánægðir og við vorum síðan að leika okkur aðeins með sykur þann dag.
Sagði Ásgeir Þór Tómasson bakarameistari og kennari í Hótel- og matvælaskólanum í samtali við veitingageirinn.is.
Hér er smá myndband sem ég hef sett saman, sem sýnir hvað Jacquy Pfeiffer sýndi okkur í Hótel- og matvælaskólanum 6. nóv 2018. það er kanski í lengri kantinum en njótið eða ekki 🙂
Posted by Ásgeir Þór Tómasson on Wednesday, 7 November 2018
Myndir og vídeó: Ásgeir Þór Tómasson
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur