Frétt
Pablo strákarnir Gunnsteinn og Róbert taka við rekstri Jamie’s
Eigendur baranna Pablo Discobar og Miami og veitingastaðarins Burro hafa tekið við rekstri veitingastaðarins Jamie’s Italian á Hótel Borg. Fyrrverandi rekstrarfélag Jamie’s Italian verður tekið til gjaldþrotaskipta en bæði leigusamningi og sérleyfissamningi félagsins hefur verið sagt upp.
Jón Haukur Baldvinsson lætur samhliða breytingunum af störfum sem framkvæmdastjóri Jamie’s Italian en hann verður nýjum rekstraraðila innan handar fyrstu vikurnar.
Þeir sem standa að nýju rekstrarfélagi veitingastaðarins eru þeir Gunnsteinn Helgi Maríusson og Róbert Óskar Sigvaldason. Anna Marín Þórarinsdóttir er nýr rekstrarstjóri, að því er fram kemur á visir.is sem fjallar nánar um málið hér.
Myndir: facebook / Jamie’s Italian Iceland
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn5 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið24 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun24 klukkustundir síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu








