Frétt
Íslensk matvæli í öndvegi í Laugardalshöll
Stórsýning á íslenskum mat, landbúnaðartækjum, landbúnaðarvörum, heimilisiðnaði, byggingum og miklu fleiru verður í Laugardalshöll 12. til 14. október næstkomandi.
Að sögn Ólafs M. Jóhannessonar framkvæmdastjóra sýningarinnar verður þetta stærsta landbúnaðarsýning sem haldin hefur verið í Höllinni og hafa þegar yfir 90 fyrirtæki pantað bása bæði á úti- og innisvæði.
„Við munum meðal annars leggja áherslu á ferskleika íslenskra landbúnaðarafurða og þá mikilvægu staðreynd að við búum hér í hreinu landi sem þykir orðið æ eftirsóknarverðara í menguðum heimi. Verðum bæði með mjókurafurðir, grænmeti og kjötafurðir á innisvæði og svo öflugt grill með íslensku lambi á útisvæði.“
Sýningin ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR 2018 verður opin á föstudag 12. okt. 13.00-19.00, á laugardag 13. okt. 10.00-18.00 og sunnudag 14. okt. 10.00-17.00. Miðar gilda alla helgina og verð aðeins kr. 1.000 og frítt fyrir aldraða, öryrkja, námsmenn og börn yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt5 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun3 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF