Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
VARÚÐ! Munnvatnsaukandi lestur framundan
„Hér er kvöldmatseðillinn okkar mættur. Hádegisseðill, kokteilseðill, brönseðill ofl væntanlegt á næstu dögum.“
Svona hefst facebook færsla Skelfiskmarkaðarins sem birt var í gær.
Það kennir ýmissa grasa á matseðlinum sem er virkilega flottur. Fiskur og skelfiskur er í aðalhlutverki á matseðlinum og íslensku ostrurnar fá að sjálfsögðu meiri athygli en aðrir réttir.
Ekki bara sjávarréttastaður
Á matseðlinum eru einnig kjötréttir, nautatartar, steik hússins, klassíski kjúklingarétturinn paillard, lamb, confit andalæri og fleiri girnilegir kjötréttir.
Með fylgir matseðillinn hér að neðan:
Um staðinn
Skelfiskmarkaðurinn er nýjasta viðbót í veitingaflóru Reykjavíkur, en hann er staðsettur við Klapparstíg 28-30.
Fleiri fréttir um Skelfiskmarkaðinn hér.
Eigendur Skelfiskmarkaðarins eru Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran, Guðlaugur Frímannsson, Axel Björn Clausen matreiðslumenn og Ágúst Reynisson og Eysteinn Valsson framreiðslumenn.
Staðurinn tekur 160 manns í sæti og að auki er mjög gott útisvæði við veitingastaðinn. Axel Björn Clausen verður yfirmatreiðslumaður og yfirþjónn verður Eysteinn Valsson.
Opið verður frá 11:00 alla daga og fram á kvöld.
Myndir: facebook / Skelfiskmarkaðurinn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Snædís kveður ION hótelið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar í Smáralindinni
-
Keppni5 dagar síðan
Hilma hreppti titilinn Konditor ársins 2024
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Jóla rauðrófur
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Myndir og vídeó frá Tipsý viðburðinum á Múlabergi – Ingibjörg Bergmann: Það er alveg greinilegt að kokteilamenningin á Akureyri blómstar ….
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Edda Heildverslun – Stóreldhús 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Einstaklega vel heppnað matarmót – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir Hnífar – Dagur einhleypra og við gefum 20% afslátt