Uppskriftir
Hvítvínsþrúgan Chardonnay
Frá Búrgúndarhéraði Frakklands kemur hvítvínsþrúgan Chardonnay, mest ræktaða hvítvínsþrúga veraldar. Vínin sem þrúgan gefur af sér geta verið á breiðu bili bragðtóna, allt eftir því hversu þroskuð berin voru við tínslu og í framhaldinu við víngerðina.
Lítið þroskuð ber gefa af sér brakandi ferskt og skarpt vín, með bragð í ætt við græn epli, jafnvel með sætan sítruskeim, á meðan þroskaðri Chardonnay-vín eru meira í áttina að hitabeltisávöxtum á borð við mangó eða ananas.
Ef vínið er eikað bætist enn við töfrana því þá koma inn dásamlegir bragðtónar á borð við vanillu, smjörkaramellu, kókoshnetu og núggat. Við gerjun fá sum Chardonnay vín syndsamlega góða og olíukennda áferð og þá verður upplifunin hreinn unaður.
Chardonnay hvítvín eru fyrirtak með fiski og allra handa sjávarfangi, og smellpassar einnig með mjúkum, hvítum ostum. Það fer ljómandi vel með kjúklingi bæði og kalkúna og ýmsir réttir sem innihalda sveppi fullkomnast hreinlega með Chardonnay.
© Vínnes
Mynd: úr safni
-
Frétt2 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt5 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi