Markaðurinn
HÚH” Brennimerkt hamborgarabrauð
Það er ekki á hverjum degi sem það gerist að Ísland kemst á heimsmeistaramótið í fótbolta. Strákarnir okkar spila sinn fyrsta leik gegn Argentínu á laugardaginn. Gæðabakstur, Norðlenska og Krónan tóku höndum saman í að útbúa alvöru hamborgara sem eru tilbúnir á grillið. Því var brugðið á það ráð að brennimerkja hamborgarabrauðin með orðinu „HÚH“ eins og svo frægt er orðið.
„Það rúlluðu nokkrar hugmyndir og áður en við vissum af voru markaðsdeildirnar komnar á fullt, og þá var eiginlega ekki aftur snúið“
Gæðabakstur fór því á stúfana og lét útbúa fyrir sig sérstakt járn sem nær sjóðandi hita og brennimerkir brauðin. Niðurstaðan urðu þessi glæsilegu „HÚH” hamborgarabrauð.
„Við erum alltaf til í að prófa nýja hluti og fara aðeins aðrar leiðir en þessa hefðbundnu. Það lá í augum uppi að það þurfti að sjást einhvernvegin á hamborgaranum að hann væri HM borgari. Við gerðum svo ýmsar prufur með logsuðutæki og allskonar ævintýrum með tæknimanninum okkar“
segir Pétur Pétursson framleiðslustjóri Gæðabaksturs.
Útkoman eru glæsileg brennimerkt hamborgarabrauð með orðinu HÚH. Fyrir hvern leik bíður Krónan upp á hamborgarapakka í þema þess liðs sem Ísland keppir á móti. Fyrsti pakkinn inniheldur:
2x 175g hamborgarar (með Argentísku kryddi)
2x HÚH hamborgarabrauð
2x Cheddar ostasneiðar
1x Argentísk Chimichurry sósa
Áfram Ísland!
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar3 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík








