Bocuse d´Or
Sjófiskur er bakhjarl Bocuse d‘ Or Akademíunnar

Mynd tekin á æfingu í vikunni, Viktor Örn Andrésson þjálfari Bjarna Siguróla, S Baugur Sigurðsson framkvæmdastjóri Sjófisks, Bjarni Siguróli Jakobsson keppandi í Bocuse d‘Or og Sigurður Örn Arnarson sölustjóri Sjófisks.
Sjófiskur hefur gert bakhjarlasamning við Bocuse d´Or Akademíuna og leggur með framlagi sínu lóð á vogarskálarnar til að Bjarni Siguróli Jakobsson nái markmiðum sínum í keppninni. Eins og kunnugt er fer Evrópu forkeppnin fram í Torino á Ítalíu 11. – 12. júní næstkomandi og stefnir Bjarni Siguróli og teymi hans að sjálfsögðu á að fara áfram úr forkeppninni.
Sjófiskur vill styðja og styrkja keppnismatreiðslu á Íslandi og hljóðar samningurinn upp á samstarf fram yfir úrslitakeppni Bocuse d´Or 2019.
Sigurður sölustjóri Sjófisks segir;
„Keppni í matreiðslu er mikilvægt samstarf þar sem fer saman mikill metnaður keppenda og framlag okkar sem að baki standa, úr því verður mikil gerjun og lyftir gæðum á einstökum kokkum og matreiðslufaginu sífellt hærra ár frá ári.
Við viljum standa að baki okkar færasta fólki og tryggja þeirra framgang.“
Sjófiskur Sæbjörg er heildverslun með ferskan fisk og viðskiptavinir þess eru fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu, veitingahús, stóreldhús og mötuneyti fyrirtækja. Í fyrirtækinu er áratuga reynsla í vinnslu fisks, hráefnaöflun, sölu og dreifingu. Eigendur eru allir starfandi hjá fyrirtækinu.
Fyrirtækið er í eigin húsnæði á Eyjarslóð. Vinnslan er rúmgóð, nútímaleg og vel tækjum búin, stenst allar ströngustu kröfur. Staðsetning á Grandanum í hjarta Reykjavíkur er ákjósanleg til að þjónusta veitingahúsamarkaðinn sem er að langstærstum hluta í næsta nágrenni og afhendingaröryggi er gott og þjónustustig hátt.
Sjófiskur Sæbjörg kappkostar að veita afburða þjónustu og samkeppnishæf kjör. Fyrirtækið vill vera fyrsti kostur fyrir veitingahús og stóreldhús og byggja langtíma viðskiptasambönd með viðskiptavinum sínum.

-
Markaðurinn1 dagur síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards