Vertu memm

Frétt

Sigmar kveður Fabrikkuna og Keiluhöllina

Birting:

þann

Sigmar Vilhjálmsson

Sigmar Vilhjálmsson

Miklar breytingar hafa átt sér stað undanfarin misseri á eignarhaldi Hamborgarafabrikkunnar og Keiluhallarinnar í Egilshöll. Jóhannes Stefánsson, gjarnan kenndur við Múlakaffi, er orðinn meirihlutaeigandi félaganna en athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hefur selt öll hlutabréf sín í félögunum.

Á vef dv.is sem fjallar nánar um málið kemur fram að óhætt er að segja að um kaflaskil sé að ræða en Simmi og Jói (Jóhannes Ásbjörnsson), viðskiptafélagi hans og vinur, hafa verið andlit Fabrikkunnar frá því að fyrsti staðurinn var opnaður árið 2010.

Sigmar mun þó ekki hverfa strax af vettvangi en samkvæmt heimildum DV mun hann gegna starfi framkvæmdastjóra Keiluhallarinnar og veitingastaðarins Shake & Pizza út þetta ár.

Mynd: úr einkasafni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið