Frétt
Sigmar kveður Fabrikkuna og Keiluhöllina
Miklar breytingar hafa átt sér stað undanfarin misseri á eignarhaldi Hamborgarafabrikkunnar og Keiluhallarinnar í Egilshöll. Jóhannes Stefánsson, gjarnan kenndur við Múlakaffi, er orðinn meirihlutaeigandi félaganna en athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hefur selt öll hlutabréf sín í félögunum.
Á vef dv.is sem fjallar nánar um málið kemur fram að óhætt er að segja að um kaflaskil sé að ræða en Simmi og Jói (Jóhannes Ásbjörnsson), viðskiptafélagi hans og vinur, hafa verið andlit Fabrikkunnar frá því að fyrsti staðurinn var opnaður árið 2010.
Sigmar mun þó ekki hverfa strax af vettvangi en samkvæmt heimildum DV mun hann gegna starfi framkvæmdastjóra Keiluhallarinnar og veitingastaðarins Shake & Pizza út þetta ár.
Mynd: úr einkasafni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði