Frétt
Íslenskar agúrkur seljast vel í gegnum netverslunina nemlig.com í Danmörku
Eins og greint var frá í Bændablaðinu fyrir nokkru sendi Sölufélag garðyrkjumanna (SFG) nokkur bretti af agúrkum til Danmerkur.
Gúrkurnar voru seldar í gegnum netverslunina nemlig.com.
Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri SFG, segir í samtali við Bændablaðið að salan á gúrkunum hafi gengið vonum framar.
„Önnur sending af íslenskum gúrkum er komin í sölu hjá nemlig og ekki ástæða til annars en að fleiri fylgi í kjölfarið.“
Fyrirtækið hefur einnig sýnt áhuga á að selja annars konar matvæli en grænmeti frá Íslandi, eins og kjöt og fisk, og ekki annað að skilja en að Danirnir séu mjög opnir fyrir áframhaldandi viðskiptum.
Það verður því spennandi að sjá hvað gerist í framhaldinu.
Greint frá í Bændablaðinu.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt4 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn3 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn2 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni3 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir1 dagur síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMest lesnu fréttir ársins 2025







