Frétt
Íslenskar agúrkur seljast vel í gegnum netverslunina nemlig.com í Danmörku
Eins og greint var frá í Bændablaðinu fyrir nokkru sendi Sölufélag garðyrkjumanna (SFG) nokkur bretti af agúrkum til Danmerkur.
Gúrkurnar voru seldar í gegnum netverslunina nemlig.com.
Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri SFG, segir í samtali við Bændablaðið að salan á gúrkunum hafi gengið vonum framar.
„Önnur sending af íslenskum gúrkum er komin í sölu hjá nemlig og ekki ástæða til annars en að fleiri fylgi í kjölfarið.“
Fyrirtækið hefur einnig sýnt áhuga á að selja annars konar matvæli en grænmeti frá Íslandi, eins og kjöt og fisk, og ekki annað að skilja en að Danirnir séu mjög opnir fyrir áframhaldandi viðskiptum.
Það verður því spennandi að sjá hvað gerist í framhaldinu.
Greint frá í Bændablaðinu.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur