Frétt
Argentína Steikhús lokar

Argentína Steikhús var opnað 27. október 1989. Frá 10. janúar 1990 til 1. ágúst 2003 var það rekið að Kristjáni Þór Sigfússyni og Óskari Finnssyni. Frá 1. ágúst 2003 hefur það verið rekið af Kristjáni Þór Sigfússyni og Ágústu Magnúsdóttur. Frá október 2017 hefur það verið rekið af Bos ehf, en eigandi þess og framkvæmdastjóri er Björn Ingi Hrafnsson.
Mynd: Hinrik / Veitingageirinn.is
Argentína steikhús birti tilkynningu á facebook síðu veitingastaðarins 5. apríl s.l., en þar segir orðrétt:
„Okkur þykir leitt að tilkynna að við neyðumst til þess að hafa lokað hjá okkur um einhvern tíma. Hjá okkur sprakk hitavatnslögn og þurfa allar lagnir hússins að vera yfirfarnar og endurnýjaðar. Við munum tilkynna þegar framkvæmdum er lokið og við opnum aftur. Þau gjafabréf sem renna út á þeim tíma verða að sjálfsögðu framlengd.“
Argentínu lokað og laun ekki greidd út
Þessi undirfyrirsögn er birt á vef Fréttablaðsins en þar kemur fram að hluti starfsliðsins hefur ekki fengið greidd laun fyrir marsmánuð og iðgjöld af launum starfsfólks hefur ekki verið greidd frá því í maí í fyrra. Tuttugu úr starfshópnum hafa leitað réttinda sinna hjá stéttarfélaginu Eflingu.
Í október í fyrra sendi Björn Ingi Hrafnsson fréttatilkynningu á veitingageirinn.is þar sem fram kom að nýir stjórnendur hjá Argentínu steikhúsi hefðu verið ráðnir, en það voru þau Edda Sif Sigurðardóttir fjármálaverkfræðingur og Stefán B. Guðjónsson framreiðslumaður.
Sjá einnig: Nýir stjórnendur hjá Argentínu steikhúsi
Í sömu tilkynningu segir að Argentína steikhús er í eigu Bos ehf, en eigandi þess og framkvæmdastjóri er Björn Ingi Hrafnsson.
Harpa Ólafsdóttir, sviðstjóri kjaramála hjá Eflingu staðfestir við Fréttablaðið að skipta eigi um kennitölu á fyrirtækinu.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






