Vertu memm

Frétt

Argentína Steikhús lokar

Birting:

þann

Argentína Steikhús var opnað 27. október 1989. Frá 10. janúar 1990 til 1. ágúst 2003 var það rekið að Kristjáni Þór Sigfússyni og Óskari Finnssyni. Frá 1. ágúst 2003 hefur það verið rekið af Kristjáni Þór Sigfússyni og Ágústu Magnúsdóttur. Frá október 2017 hefur það verið rekið af Bos ehf, en eigandi þess og framkvæmdastjóri er Björn Ingi Hrafnsson.
Mynd: Hinrik / Veitingageirinn.is

Argentína steikhús birti tilkynningu á facebook síðu veitingastaðarins 5. apríl s.l., en þar segir orðrétt:

„Okkur þykir leitt að tilkynna að við neyðumst til þess að hafa lokað hjá okkur um einhvern tíma. Hjá okkur sprakk hitavatnslögn og þurfa allar lagnir hússins að vera yfirfarnar og endurnýjaðar. Við munum tilkynna þegar framkvæmdum er lokið og við opnum aftur. Þau gjafabréf sem renna út á þeim tíma verða að sjálfsögðu framlengd.“

Argentínu lokað og laun ekki greidd út

Þessi undirfyrirsögn er birt á vef Fréttablaðsins en þar kemur fram að hluti starfsliðsins hefur ekki fengið greidd laun fyrir marsmánuð og iðgjöld af launum starfsfólks hefur ekki verið greidd frá því í maí í fyrra. Tuttugu úr starfshópnum hafa leitað réttinda sinna hjá stéttarfélaginu Eflingu.

Argentína Steikhús

Mynd: argentina.is

Í október í fyrra sendi Björn Ingi Hrafnsson fréttatilkynningu á veitingageirinn.is þar sem fram kom að nýir stjórnendur hjá Argentínu steikhúsi hefðu verið ráðnir, en það voru þau Edda Sif Sigurðardóttir fjármálaverkfræðingur og Stefán B. Guðjónsson framreiðslumaður.

Sjá einnig: Nýir stjórnendur hjá Argentínu steikhúsi

Í sömu tilkynningu segir að Argentína steikhús er í eigu Bos ehf, en eigandi þess og framkvæmdastjóri er Björn Ingi Hrafnsson.

Harpa Ólafsdóttir, sviðstjóri kjaramála hjá Eflingu staðfestir við Fréttablaðið að skipta eigi um kennitölu á fyrirtækinu.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið