Veitingarýni
Páskaegg Veitingageirans í ár – Sannkallað augnakonfekt
Það er alltaf jafn gaman að skoða páskaeggjaúrvalið. Skiptar skoðanir eru um hvaða egg eru best og sitt sýnist hverjum. Í mörg ár hafa verksmiðjuframleiddu eggin orðið fyrir valinu hjá okkur en síðustu ár hafa handunnin páskaegg heillað.
Í ár var páskaegg frá Fríðu fyrir valinu, en Fríða Chocolate er kaffihús í eigu listamannsins Fríðu Gylfadóttur. Þar ber hún fram eðal kaffi og handgerða súkkulaðimola. Kaffihúsið er staðsett við Túngötu 40 á Siglufirði.
Bjarstýnin var í hámarki þegar fréttamaður rölti inn á kaffihúsið rétt fyrir páska til að kaupa egg með 80% súkkulaði.
„Það er allt uppselt!“
Sagði afgreiðslustúlkan, en benti mér á að það ætti þó eftir að steypa aðra tegund í nokkur mót. Náði ég þannig að tryggja mér tvílitt egg með hvítu og brúnu súkkulaði.
Páskaeggið kostaði 3.800 krónur og var hverrar krónu virði.
Inni í egginu voru fjórir handgerðir konfektmolar sem kitluðu bragðlaukana og eggið sjálft var einstaklega bragðgott og gladdi jafnframt augað.
Málshátturinn innihélt svo þetta ágæta viskukorn:
„Success is a journey not a destination“
Myndir: veitingageirinn.is / Fríða
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn Parma flytur – Leó Máni: Við höfum fengið mjög góðar móttökur….
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Matarupplifun í jólapakkann – Dineout gjafabréf gildir á yfir 300 veitingastaði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ris a la mande ostakaka í glösum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar á Laugaveginum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ferskur kavíar er kominn í hús
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ljúffengir léttkryddaðir andarleggir – fullkomin villibráð
-
Frétt2 dagar síðan
Afhendingartími eggja lengdur
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðan
Expert opnar glænýja og endurbætta vefverslun – Þægindi fyrir veitingageirann