Keppni
Jónmundur keppir í London – Fylgist með á Snapchat: veitingageirinn
Í lok nóvember í fyrra var haldin keppnin BeefeaterMIXLDN hér á Íslandi þar sem tólf frábærir barþjónar voru valdir af Beefeater teyminu í London að taka þátt.
Þessi keppni hefur verið haldin í sex ár og fékk Ísland loks að taka þátt í fyrra.
Það var Jónmundur Þorsteinsson frá Apótek Restaurant sem sigraði mótið hér á Íslandi, en að launum fékk hann meðal annars þátttökurétt að keppa í aðal keppninni sem nú er haldin í London að auki á hann möguleika á að búa til sitt eigið gin.
Jónmundur einn af okkar bestu barþjónum á Íslandi er nú staddur í London og etur kappi við heimsklassa barþjóna frá 35 löndum.
Hér fyrir neðan er uppskriftin af drykknum hans Jónmundar sem hann sigraði með hér á Íslandi, en drykkurinn heitir The Tresures of Laugardalur:
45ml beefeater london dry
22ml rabarbara
30ml djúsaðar hundasúrur
22ml kerfilssíróp
Dass af appelsínubitter
Hristur og borinn fram á klaka í keramik kokteilglasi/blómapotti
Við færum ykkur fréttir af velgengni Jónmundar um leið og þær berast. Fylgist með á Snapchat: veitingageirinn
Myndir: skjáskot af snapchat aðgangi veitingageirans.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur