Vertu memm

Freisting

Októberfest hafin í Þýskalandi

Birting:

þann

Þúsundir bjórþyrstra Þjóðverja streyma nú til München þar sem hin árlega Októberfest hófst í dag. Áhyggjur af atvinnuleysi og efnahagsstöðnun í aðdraganda í þingkosninga sem fram fara á morgun voru látnar víkja fyrir miðinum í dag en gestir á hátíðinni segjast engu að síður ætla að neyta atkvæðisréttar síns á morgun.

Það var Christian Ude, borgarstjóri München-borgar, sem setti hátíðina á hádegi í dag með því að opna 200 lítra bjórtunnu og dreypa á miðinum úr henni en búast má við að margar slíkar tunnur verði kláraðar áður en hátíðinni lýkur eftir 17 daga. Þetta er í 172. skiptið sem Októberfest er haldin hátíðleg í München og er búist við að allt að sex milljónir manna, bæði innan Þýskalands og utan, muni sækja hátíðina. Októberfest má rekja aftur til ársins 1810 þegar íbúar München fögnuðu því að Lúðvík, þáverandi krónprins af Bæjaralandi, gekk í það heilaga. Síðan þá hefur hátíðin vaxið bæði að umfangi og lengd.

Morgunblaðið greindi frá

[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið