Keppni
Christopher William Davidsen verður yfirdómari í Kokkur ársins 2018
Christopher William Davidsen verður yfirdómari í Kokkur ársins 2018. Christopher er einn færustu kokka Noregs er silfurverðlaunahafi í Bocuse d´Or keppninni 2017 ásamt því að hafa á löngum keppnisferli unnið til verðlauna sem meðal annars besti kokkur Noregs, verið valinn Global Chef og unnið til verðlauna með Norska Kokkalandsliðinu. Christopher starfar hjá sögufræga Brittania hótelinu í Þrándheimi sem opnar eftir gagngerar endurbætur 2019.
Úrslit í Kokkur ársins fara fram í Hörpu 24. febrúar að undangenginni forkeppni. Faglærðir matreiðslumenn með sveinspróf sem sækjast eftir titlinum skulu senda inn uppskrift ásamt mynd af réttunum.
Lokafrestur til að skila inn uppskrift og mynd er á miðnætti 5. febrúar.
Keppandi skilar uppskriftum af 3 litlum forréttum fyrir 8 manns, hver réttur skal vega 60 grömm, innihalda ákveðin skylduhráefni og a.m.k. einn réttur skal vera heitur.
Réttur 1 fiskréttur: Ýsa að lágmarki 40%
Réttur 2 grænmetisréttur, má innihalda egg og mjólkurvörur „ovo-lacto“: Rófur að lágmarki 40%
Réttur 3 Kjötréttur: Grísakinn og kjúklingaskinn að lágmarki 40%
Lokafrestur til að skila inn uppskrift og mynd er á miðnætti 5. febrúar á netfangið [email protected]
Mynd: aðsend
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt1 dagur síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði