Vertu memm

Keppni

Jakob dæmdi í Kokkur ársins í Póllandi – Keppnin stóð yfir í tvo daga | Vídeó

Birting:

þann

Kokkur ársins 2017 í Póllandi

Jakob H. Magnússon er fjórði maður frá vinstri.
Mynd: úr einkasafni

Kokkur ársins 2017 í Póllandi var haldin 26. og 27. september s.l. í borginni Poznan.  Undankeppni fór fram víðsvegar um landið nokkrum mánuðum fyrir í alls ellefu borgum.  Þeir kokkar sem sigruðu í undankeppnunum fengu þátttökurétt í Kokkur ársins 2017 ásamt aðstoðarkokki sem eru matreiðslunemar úr kokkaskólum landsins.

Í aðalkeppninni voru ellefu kokkar sem kepptu og einnig keppti sá sem sigraði titilinn í fyrra eða alls tólf kokkar ásamt aðstoðarkokkum.

„Öll framkvæmd keppninnar var til mikillar fyrirmyndar og mikið í lagt. Flottir keppendur og flott eldhús og gaman að sjá hve margir áhorfendur voru allan daginn að fylgjast með.“

, sagði Jakob H. Magnússon matreiðslumeistari, best þekktur sem Kobbi á Horninu, í samtali við veitingageirinn.is, en Jakob var dómari í keppninni.

Í aðalkeppninni var keppt í þriggja rétta matseðli fyrir átta manns.  Aðalhráefnin voru að þessu sinni:

  • Forréttur: akurhæna
  • Aðalréttur: smálúða frá Noregi
  • Eftirréttur: epli

„Skrítið fyrirkomulag en það virtist alveg virka“

„Fyrri daginn var keppt í forrétti og eftirrétti og þá voru eingöngu Pólskir dómarar sem dæmdu.  Daginn eftir var aðalrétturinn dæmdur og þá voru alþjóðlegir dómarar og var ég í þeim hópi.  Mér fannst þetta satt að segja frekar skrítið fyrirkomulag en það virtist alveg virka, og síðan voru öll stigin fyrir báða dagana reiknuð út.“

Kokkur ársins 2017 í Póllandi

Sigurvegarar.
Mynd: facebook / Kulinarny Puchar Polski

Það var Bartosz Peter sem sigraði en hann er jafnframt liðstjóri í Pólska kokkalandsliðinu, í öðru sæti var Pawel Salamon en hann sigraði keppnina í fyrra og í þriðja sæti var Pawel Kubera sem er þekktur kokkur í Póllandi.

Sigurvegara í Kokkur ársins í Póllandi 2017 ásamt aðstoðarmönnum:

1. sæti – Bartosz Peter og Rafal Kudlinski
2. sæti – Pawel Salamon og Maciej Pisarek
3. sæti – Pawel Kubera og Kajetan Swiokla

Um kvöldið var haldin hátíðarkvöldverður með verðlaunaafhendingu, hlaðborði og tónleikum fyrir keppendur, dómara, styrktaraðila og aðra aðstandendur keppninnar.

„Mjög ánægjulegt að fá að taka þátt í þessu með þeim, og var ég stoltur af.

, sagði Jakob að lokum.

Vídeó

Viðtal við sigurvegarana Bartosz Peter og Rafal Kudlinski og að sjálfsögðu á Pólsku:

Frá keppninni

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið