Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Bouchon Bakery opnar í Kúveit | Axel yfirbakari: „Partýið er rétt að byrja..“ | Myndir og vídeó
Bouchon Bakery sem er í eigu stjörnukokksins Thomas Keller opnaði nú í vikunni nýtt Bouchon bakarí í Kúveit með pomp og prakt. Í ágúst s.l. opnaði Thomas Keller Bouchon Bakarí í Dubai og var það fyrsta Bouchon bakaríið sem opnar fyrir utan Bandaríkin.
Sjá einnig: Eldsvoði: “Bakaríið slapp”, segir Axel yfirbakari
Bakarinn & konditorinn Axel Þorsteinsson er yfirbakari Bouchon Bakery í Kúveit hefur unnið hörðum höndum við opnun á bakaríunum, en hann hefur verið á staðnum að koma fólkinu inn í störfin og leggja línurnar.
Vídeó:
[fbvideo link=“https://www.facebook.com/BouchonBakeryME/videos/1439811762792589/“ width=“650″ height=“400″ onlyvideo=“0″]
Sjá einnig: Axel Þorsteinsson verður yfirbakari hjá Bouchon Bakery í Kúveit
Axel segir á facebook að opna bakaríið í Kúveit væri ekkert í líkingu við opnunina á bakaríinu í Dubai þar sem opnunin í Kúveit hafi slegið öll met:
„Partýið er rétt að byrja. Ég hélt að Dubai opnunin hafi verið erfið, að fara inn í annað pre opening session sló öll met. Klárlega það erfiðasta sem ég hef gert andlega og líkamlega, en sannarlega þess virði. Reynslunni ríkari og tilbúinn í næsta slag! Ég á nóg til inni“
, sagði hinn metnaðarfulli bakari og konditor, en Axel er strax byrjaðu að huga að opnun á nýju Bouchon bakarí sem opnar í Qatar 16. október næstkomandi og svo annað bakarí aftur í Kúveit 5. nóvember, nóg að gera.
Sjá einnig: Bouchon Bakery opnar í Dubai
Fyrsta Bouchon Bakaríið sem staðsett er nú víðsvegar um Bandaríkin opnaði í Kaliforníu árið 2003. Bouchon Bakaríið býður upp á fjölbreytt úrval af brauðum og klassískum eftirréttum sem eru innblásin af minningum Thomas Keller þegar hann bjó í Frakklandi, að auki frá æsku hans í Bandaríkjunum.
Keller hefur oft gantast með það þegar hann er spurður hvers vegna að opna Bouchon Bakarí á sínum tíma, var að hann hefði þá einhvern samanstað eftir vaktina á fræga veitingastað sínum The French Laundry sem staðsett er í Yountville í Kaliforníu.
Myndir:
- Thomas Keller og Axel Þorsteinsson – Úr einkasafni
- Facebook / Bouchon Bakery
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður