Vertu memm

Markaðurinn

Góð aðsókn á brýninganámskeið hjá Progastro | Aðeins eru tvö pláss laus á námskeiðinu í kvöld

Birting:

þann

DSC_0056 (800x531)

Progastro hefur undanfarið haldið brýninganámskeið þar sem farið er yfir brýningu á stein.  Á námskeiðunum er einnig rætt um og farið í gegnum mismunadi týpur af hnífum, eggi og brýningar aðferðum.  Alls hafa verið haldin 5 námskeið og það 6. Verður haldið nú í kvöld, 25. September.  Fullt hefur verið á öll námskeið hingað til og aðeins eru tvö pláss laus á námskeiðinu í kvöld.

Eftir námskeiðið í kvöld hafa um 60 manns farið í gegn um námskeiðið, bæði fagmenn og áhugamenn og hefur verið mjög mikil ánægja með þau.  Eins og einn komst að orði „ Það er ekkert mál að ná biti í hníf en á námskeiðinu lærði maður að ná biti sem endist mun lengur“.

Kennari á námskeiðinu er Óskar Kettler sem hefur séð um brýningu á hnífum fyrir Progastro og marga af matreiðslumönnum landsins.

Nú er bara að hafa hraðar hendur og tryggja sér síðustu sætin á námskeiðinu í kvöld.

Skráning í síma 540 3550.
Námskeiðið kostar 10.000,-kr og inn í því er brýningarsteinn frá KAI.

Það er bara svo miklu skemmtilegra að vinna með flugbeitta hnífa.

Meðfylgjandi myndir eru frá brýninganámskeiði Progastro.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið