Markaðurinn
English Tea Shop er nýtt vörumerki í lífrænu te hjá Innnes
English Tea Shop (ETS) er alþjóðlegt fyrirtæki sem stofnað var 2010 og er með eigin verksmiðju í Sri Lanka þar sem allar þeirra vörur eru unnar og pakkaðar.
Engar erfðabreyttar afurðir eru notaðar í ETS vörur, hvorki í innihald né umbúðir. ETS notar vistvænar umbúðir og er fyrirtækið einnig staðráðið í því að auka enn á hlutfall handvirkra ferla í pökkuninni til þess að minnka kolefnisfótsporið enn meira ásamt því að skapa fleiri störf við verksmiðjuna. Verksmiðjan þeirra er í Sri Lanka, landi sem þekkt er fyrir te í fremsta gæðaflokki og gæti kallast miðstöð tepökkunar í heiminum. ETS leggur metnað sinn í að bjóða viðskiptavinum sínum besta mögulega teið ásamt því að vernda umhverfið eins og mögulegt er.
Verksmiðjan þeirra er meðal annars með BRC UK gæðavottun, ISO 22000 öryggisvottun, ISO 9001 gæðavottun, lífræna vottun og sanngirnisvottun (fairtrade). ETS ábyrgist að allt te frá þeim er pakkað í þeirra eigin verksmiðju og að öll innkaup á hráefnum fari fram eftir vandlega skoðun á hverjum lið í aðfangakeðjunni. Auk gæðaeftirlitsins á hráefninu sjálfu er gengið úr skugga um að allir þeirra birgjar tileinki sér sjálfbæra framleiðsluhætti til þess að tryggja að ETS stuðli að verndun jarðarinnar fyrir kynslóðir framtíðarinnar. Enn fremur tryggir fyrirtækið að öll hráefni séu rekjanleg alla leið frá laufi í bolla. Allt þetta gerir English Tea Shop að einum öflugasta og framsæknasta teframleiðanda heims.
Ranjeeva De Silva, stofnandi ETS, kom og hélt fræðslunámskeið og te-smökkun fyrir söludeildir Innnes þar sem hann fór vandlega yfir hvað skiptir mestu máli í teframleiðslu og uppáhellingu, hver munurinn er á svörtu, grænu, hvítu og jurtate ásamt mýgrút af öðrum nytsamlegum upplýsingum.
Innnes býður upp á stórt úrval af vörum frá ETS, bæði fyrir veitingageirann og smásölu. Af úrvalinu má nefna hefðbundnar tegundir s.s. Earl Grey og Green Tea, jurtate í mörgum útfærslum s.s. Lemon Ginger Citrus og Super Berries, lífsstílste s.s. Sleepy Me og Energise Me og fallegar gjafaöskjur með mismunandi samblandi af tegundum.
Nánari upplýsingar í bæklingnum hér.
Myndir frá námskeiðinu:
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt4 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður