Markaðurinn
Karl K Karlsson í samstarfi við Port 9 býður í smakk á vínum frá Torres
Í tilefni þess að Anna Manchón Montserrat, vínsérfræðingur frá Torres, er á landinu verður boðið upp á gæðavín frá Torres, auk þess sem gestum verður boðið að þiggja léttar veitingar á Port 9, Veghúsarstíg 9. Þetta er kjörið tækifæri til að hitta fagmanneskju á sínu sviði, eiga skemmtilega stund og bragða vín frá rómaðasta vínhúsi Spánar.
Vínin frá Torres eru Íslendingum að góðu kunn, og hafa þau verið fáanleg hérlendis í yfir 50 ár. Núna á vormánuðum var Torres svo valið „The World´s Most Admired Wine Brand“ árið 2017 svo þetta er viðburður sem enginn sannur vínáhugamaður ætti að láta fram hjá sér fara.

-
Markaðurinn4 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag