Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Fisherman á Suðureyri færir út kvíarnar og opnar sælkerabúllu í Reykjavík
„Við erum rosa spennt og í óða önn að gera og græja Sælkerabúllu Fisherman á Hagamel 67 í Vesturbænum. Hér ætlum við að bjóða upp á skemmtilega fiskrétti til að borða á staðnum og til að taka með heim“
, segir í tilkynningu frá ferðaþjónustufyrirtækinu Fisherman.
Fisherman er öflugur ferðaþjónn í sjávarþorpinu Suðureyri á Vestfjörðum sem rekur verslun, veitingar og gistihús þar í bæ.
Nú eru framkvæmdir í fullum gangi á húsnæði við Hagamel 67 þar sem Fisherman kemur til með að opna fiskbúð og bjóða upp á fiskrétti, ýmsa smárétti, þ.e. fiskisúpur, bláskel, tacos, snakkbox svo fátt eitt sé nefnt.
„Þetta er bara lítið fjölskyldufyrirtæki sem við höfum verið að byggja upp sl. 13 ár“
, sagði Elías Guðmundsson framkvæmdastjóri í samtali við veitingageirinn.is árið 2013, aðspurður um starfsemina hjá Fisherman.
Þau hjónin Jóhanna Þorvarðardóttir og Elías Guðmundsson keyptu lítið hús árið 2000 á Suðureyri sem til stóð að rífa. Húsið var endurbyggt sem lítið gistiheimili og um vorið 2001 var tekið á móti fyrsta gestinum. Í gegnum árin hefur reksturinn stækkað jafnt og þétt með því að fjölga herbergjum, breyta gistiheimilinu í hótel, opna veitingahús og síðan var litlum söluskála bætt við reksturinn.
Mynd: skjáskot af google korti
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar3 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Keppni5 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni






