Viðtöl, örfréttir & frumraun
Samverjinn
Ákveðið hefur verið að opna eldhúsið í Stýrimannaskólanum fyrir þá sem vilja fá ókeypis hádegisverð. Þetta er gert til að bregðast við því ástandi sem hefur skapast vegna sumarlokana hjálparstofnana.
Verkefnið heitir Samverjinn og að því standa Félag atvinnurekenda, Landssamband eldri borgara og fleiri opinberir aðilar og fyrirtæki.
Opið verður frá hálf tólf til tvö alla virka daga, í tvær vikur að minnsta kosti, en lengur ef þurfa þykir.
Fyrirtæki gefa hráefnið til máltíðanna og sjálfboðaliðar vinna öll störf.
Það er Gissur okkar Guðmundsson sem stýrir þessu verkefni og eru allir félagar KM, jafnt og aðrir sem að hafa hug á að hjálpa til beðnir að hafa samband við kauða.
Öll hjálp er vel þegin, hvort sem það er einn klukkutími, einn dagur eða ein vika.
Hér er um verðugt verkefni um að ræða og hvetjum við alla til að leggja hönd á plóg.
Nánari upplýsingar:
Gissur Guðmundsson
GSM: 897-5988
Netfang: [email protected]
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni9 klukkustundir síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt3 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð