Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Ný vídd í skyndibitamenningu Íslendinga
Skyndibitastaðurinn Kokkur á Höfn í Hornafirði hóf nú á dögunum sölu á ekta Humarsúpu beint í bílinn, þar að segja í gegnum lúgu staðarins.
Þeir bræður Jón Sölvi og Valgeir Ólafssynir opnuðu staðinn í nóvember síðastliðnum og voru gæðamál þeim hugleikinn frá upphafi, en Jón Sölvi sem er lærður matreiðslumaður hefur nokkura ára reynslu frá veitingastöðum höfuðborgarinnar.
Eitt þekktasta hráefni frá Höfn er Humar og fór strax að myndast viss hugmynd hjá bræðrunum um að laga Humarsúpu til að selja á staðnum, beint í bílinn eins og áður var sagt, og fóru þeir fljótlega í samstarf við Matís www.matis.is en þeirra framlag var ráðgjöf og hönnunarvinna, og nú er afurðin kominn í sölu hjá þeim félögum á Kokkinum á Höfn.
Og er óhætt segja að þeir fagmenn sem að komu að forvinnunni hafi staðið undir væntingum, logo, ílát og aðaldæmið súpan sjálf bera merki þess þegar fagfólk fær að njóta sín til hins ýtrasta, þá stendur ekki á árangrinum, og getur undirritaður staðfest að það er ferðarinnar virði að fara til Hafnar að smakka á súpunni
Ekki þarf að taka fram að notast er við staðbundið hráefni í Súpuna.
Frábær hugmynd, haldið áfram, hver veit hvar þetta endar.
PS. Verður á næstunni hægt að fá tvíréttað í lúgunni á Bísanum, www.fljottoggott.is ekki viljum við á malbikinu vera minni menn.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður