Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Hrefna Sætran opnar nýjan veitingastað
Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran stefnir á að opna nýjan veitingastað við Aðalstræti 12, einnig þekkt sem gamla Ísafoldarhúsið, í byrjun ágúst.
Hrefna nam fræðin á Apótekinu og hefur síðastliðin ár starfað á hinum geysivinsæla veitingastað Sjávarkjallaranum en hætti þar miðvikudaginn 6. júní.
Aðspurð um matargerð veitingastaðarins segir Hrefna:
„Þemað verði íslenskt hráefni en við horfum auðvitað til austur í matargerðinni“.
Hrefna var hin hressasta þegar fréttamaður ræddi við hana. Þó að allt sé á fullu við undirbúning nýja veitingastaðarins þá hefur hún alltaf tíma til að spjalla um matargerð.
Það lá beinast við að spyrja Hrefnu hvort að nýi staðurinn væri komin með nafn og því var fljótsvarað:
„Fiskmarkaðurinn“ eða „Fishmarket“ en þar verður þó ekki eingöngu boðið upp á fisk þó hann verði í fyrirrúmi. Við munum einnig bjóða upp á úrval af kjöti fyrir kjötæturnar og svo verður líka eitthvað fyrir grænmetisæturnar.“
Sagði Hrefna Sætran í samtali við veitingageirinn.is.
Hvaða opnunartíma verðið þið með?
Við verðum með opið virka daga í hádeginu og þar sem við munum bjóða upp á góðan mat sem verður framreiddur á sem skemmstum tíma. Öll kvöld og helgar verðum við svo með „casual fine dining“ og að auki Bar lounge stemmningu fyrir þá sem vilja sitja lengur eftir kvöldmatinn. Annars á það bara eftir að koma í ljós. Þetta er auðvitað smá á byrjunarstigi hjá okkur allt.
Hvað verður mikið af fagfólki í Fiskmarkaðnum?
Við erum komin með 4 alveg frábæra faglærða matreiðslumenn (með mér), svo verða auðvitað faglærðir þjónar og barþjónar. Þetta er framkvæmt af metnaði og markmiðið að bjóða upp á einn glæsilegasta veitingastað landsins. Við erum kominn með 1 matreiðslunema en erum enn að leita að fleirum slíkum.
Stendur þú ein af rekstri Fiskmarkaðins?
Já, en ég er með mjög góða fjárfesta með mér.
Og svo vil ég bæta við að það eru allir velkomnir á Fiskmarkaðinn.
Hrefna hefur verið meðlimur í kokkalandsliðinu og kemur til með að vera áfram þar í góðum félagskap.
Veitingageirinn.is óskar Hrefnu innilega til hamingju með nýja veitingastaðinn.
Mynd: aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður