Keppni
Pol Deschepper sigraði heimsmeistarakeppni í súkkulaði í Frakklandi
Ágúst Fannar Einþórsson er tvítugur bakari og er að læra konditori á Skagen í Danmörku á hótelinu Ruths. Hann fór með einum keppanda hótelsins honum Brian Brockner að keppa í heimsmeistarakeppninni í súkkulaði.
Fréttamaður spurði Ágúst meðal annars um úrslitin:
“Brian Brockner endaði i 11 sæti og sá sem vann kom frá belgíu og heitir Pol Deschepper en hann vann þetta með miklum yfirburðum, sagði Ágúst og bætti við: það er fjöldinn allur af myndum frá keppninni og undankeppninni á heimasíðunni www.worldchocolatemasters.com og ég mæli sérstaklega með myndunum frá danmørku og ljóninu sem Kaj Carsten gerði”.
Þess ber að geta að í keppninni var einn íslenskur keppandi og ættu flestir að þekkja hann en það var Karl Viggó Vigfússon frá Guldbageren Brandrupdam, Kolding. Hann sést hér í viðtali við einn af umsjónarmönnum keppninnar.
Þetta er í ellefta skiptið sem slík keppni og sýning er sett upp og stóð hún dagana 22-25 október 2005.
Og síðast en ekki síðst þá var enginn annar en Hafliði Ragnarsson bakari og Chocolatier einn af dómurum í keppninni. Hann er hér að ræða við keppendann Kim Rasmussen sem er að útskýra fyrir dómurum sýningargripin sinn sem er að sjálfsögðu gert úr súkkulaði.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana