Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður opnar í Grundarfirði
Veitingastaðurinn 59 Bistro Bar var opnaður nú á dögunum í Grundarfirði eftir gagngerar breytingar. Veitingastaðurinn er til húsa á Grundargötu 59 þar sem að Kaffi 59 og síðar RúBen voru til húsa, að því er fram kemur á vefnum skessuhorn.is.
Það er framreiðslumaðurinn Hendrik Björn Hermannsson sem er maðurinn á bakvið 59 Bistro Bar og hefur hann staðið í ströngu síðustu viku en hann fékk staðinn afhentan 1. október síðastliðinn.
Mikið verk hefur verið unnið á þessum sjö dögum en gagngerar endurbætur hafa átt sér stað inni á staðnum. Skipt hefur verið um gólfefni og innréttingar og margar hendur verið iðnar við kolann á þessum tíma. Staðurinn er glæsilegur á að líta eftir breytingarnar og verður varla neinn svikinn af heimsókn á 59 Bistro Bar. Greint frá á skessuhorn.is
Matseðlar
59 Bistro Bar býður upp á fjölbreyttan matseðil ásamt því að vera með hópamatseðil og jólamatseðil.
Myndir
Myndir: facebook.com / 59 Bistro Bar

-
Keppni2 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni10 klukkustundir síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni13 klukkustundir síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni