Axel Þorsteinsson
Cronut-borgarinn kemur í sölu á mánudaginn á Roadhouse | Veitingarýni
Cronut kom fyrst á markaðinn hjá Ansel Bakery í New York í maí síðastliðinn, vinsældir á Cronut hefur stór aukist og langar biðraðir myndast hjá Ansel Bakery. En núna þurfa íslendingar ekki að fara langt því Örvar Birgisson hefur hannað sinn eigin Cronut sem hann er með til í sölu í bakaríinu hjá sér Kökuhúsið í Auðbrekku. Þrátt fyrir að Örvar sé ekki menntaður bakari þá hefur hann mikinn metnað í að gera nýja og skemmtilega hluti og er vanalega fyrstur með nýjunga.
Það voru Roadhouse snillingarnir Gunnar Davíð Chan einn af eigendum og Baldur H.Guðbjörnsson yfirmatreiðslumaður Roadhouse sem áttu hugmyndina að þessu þegar Örvar byrjaði að selja Cronut. Hamborgarinn samanstendur af Roadhouse mæjó, sýrðum lauk, gæða nautakjöt, óðal osti, heimareykt beikon og svo auðvitað sjálfur Cronut-inn.
Heimareykta beikonið tekur góðan tíma að gera, sjö daga söltun, tveggja daga þurrkun og þá er maður kominn með eitt af betra beikoni sem ég hef smakkað passar fullkomlega í hamborgarann.
Það verður bara til ákveðið mikið magn af þessum hamborgara á hverjum degi, Cronut-inn er alltaf nýbakaður og ekki nær hann þeim gæðakröfum sem við höfum daginn eftir. Hægt verður að panta hamborgarann til að sjá til þess að hann sé til þegar viðskiptavinir koma. Þetta eru dýr hráefni og mega þau ekki fara til spillis,
…sagði Baldur í samtali við veitingageirinn.is þegar þotulið veitingageirans kíktu við í pre-smakk, en Cronutbörgerinn fer í sölu á morgun mánudaginn 2. september 2013.
Cronutbörgerinn klikkaði ekki!
Hamborgarinn kom mikið á óvart hvað hann var óvenjulega góður, hlutföllin alveg rétt og ekta hamborgari fyrir hamborgara unanda! Með besta beikon sem ég hef smakkað og með bestu hamborgurum sem ég hef fengið og Cronut-inn sjálfur frá Örvari klikkaði ekki með karamellunni, virkilega góð samsetning.
Myndir tók Arnór Halldórsson.
Texti: Axel
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni9 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn4 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards