Sigurður Már Guðjónsson
Segir þá sem ekki þekki mun á keilu og skötusel þurfa á endurmenntun að halda
Níels Sigurður Olgeirsson, formaður Matvís, segir að matreiðslumenn sem þekki ekki muninn á keilu og skötusel ættu að fara í endurmenntun. Í nýlegri rannsókn MATÍS kom í ljós að í 22 prósent tilfella var borinn fram rangur fiskur á veitingastað miðað við það sem gefið var upp á matseðli.
Þetta sagði Níels í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hægt er að hlusta á viðtalið við hann hér að neðan.
Sjá einnig: Keila í staðinn fyrir skötusel og langa borin fram sem þorskur
Hann sagði mikinn verðmun vera á keilu og skötusel. Þá væri erfitt að ruglast á því þar sem bæði væri munur á útliti fisksins og bragði.
„Ef að að matreiðslumenn eru að blöffa viðskiptavini með því að afgreiða keilu í staðinn fyrir skötusel, þá ættu þeir bara að leggja niður starfið held ég. Ef þeir eru hins vegar plataðir af fisksalanum og hann sendir þeim keilu í staðinn fyrir skötusel…þá ættu þeir að fara í endurmenntun eða gera eitthvað slíkt.“
sagði Níels í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og sagðist ekki trúa því að þetta hafi verið gert vísvitandi.
Mynd: úr safni
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni2 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni21 klukkustund síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka