Nemendur & nemakeppni
Norræna nemakeppnin – Úrslit

Fyrir Íslands hönd kepptu:
F.v. Berglind Kristjánsdóttir, Þorsteinn Geir Kristinsson, Leó Snæfeld Pálsson og Haraldur Geir Hafsteinsson
Norræna nemakeppnin fór fram í Hótel,- og matvælaskólanum í gær föstudaginn 8 apríl og í dag laugardaginn 9. apríl, en í keppninni keppa lið matreiðslu- og framreiðslunema.
Sjá einnig: Norræna Nemakeppnin haldin á Íslandi
Úrslit urðu eftirfarandi:
Framreiðsla:
1. sæti – Danmörk
2. sæti – Noregur
3. sæti – Svíþjóð
4. sæti – Ísland
Matreiðsla:
1. sæti – Svíþjóð
2. sæti – Finnland
3. sæti – Ísland
Fyrir Íslands hönd kepptu í framreiðslu þau Leó Snæfeld Pálsson nemi á Bláa Lóninu og Berglind Kristjánsdóttir nemi á Hilton VOX. Þjálfari framreiðslunemana er Ana Marta Montes Lage framreiðslumaður á Icelandair Natura.
Í matreiðslu kepptu þeir Haraldur Geir Hafsteinsson nemi á Sjávargrillinu og Þorsteinn Geir Kristinsson nemi á Fiskfélaginu. Þjálfari nemanna í matreiðslu er Sigurður Daði Friðriksson matreiðslumeistari og kennari í Hótel- og matvælaskólanum.
Myndir: Jón Svavarsson / MOTIV
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn





