Smári Valtýr Sæbjörnsson
Kaka ársins 2016 – Sjáið hvernig Kaka ársins er gerð – Vídeó
Sala á Köku ársins 2016 hefst í bakaríum landsins á morgun föstudaginn 19. febrúar í tilefni konudagsins á sunnudaginn.
Kakan var formlega kynnt í dag þegar formaður Landssambands bakarameistara, LABAK, Jón Albert Kristinsson og höfundur kökunnar, Henry Þór Reynisson, afhentu stjórnarkonum í Kvenfélaginu Hringnum fyrstu kökurnar sem viðurkenningu fyrir þeirra góða starf í þágu samfélagsins.
Kvenfélagið Hringurinn hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna. Aðalverkefni félagsins um áratugaskeið hefur verið uppbygging Barnaspítala Hringsins. Mörg önnur verkefni, sem tengjast veikum börnum, hafa verið studd og styrkt. Þau stærstu eru uppbygging Barna- og unglingageðdeildar Landspítala og rekstur Sjónarhóls, ráðgjafamiðstöðvar barna með sérþarfir.
Kaka ársins var valin í keppni sem LABAK efnir til árlega og fer þannig fram að keppendur skila inn tilbúnum kökum sem dómarar meta og velja úr þá sem þykir best til þess fallin að hljóta titilinn Kaka ársins. Í ár var keppnin haldin í samstarfi við Nóa Síríus og inniheldur Nizza súkkulaðismjör frá Nóa.
Að venju en mikið lagt í Köku ársins. Hún er í mörgum lögum, inniheldur m.a súkkulaðisvampbotn, mjólkursúkkulaðimús, nizzakremfyllingu og Earl grey te og er spreyuð að utan með mjólkursúkkulaði. Höfundur hennar er Henry Þór Reynisson hjá Reyni bakara.
Sala á kökunni hefst í bakaríum félagsmanna LABAK um allt land á föstudaginn og verður til sölu það sem eftir er ársins.
Á myndabandinu má sjá fagmann að verki við gerð kökunnar:
Mynd: labak.is
Vídeó: Ásgeir Þór Tómasson bakarameistari
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Keppni5 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana