Frétt
Kjötiðnaðarnám undir hnífnum | Engir nemendur hafa skráð sig í námið á þessari önn
Báðum fagkennurum í kjötiðn við Hótel- og matvælaskólann hefur verið sagt upp. Formaður Meistarafélags kjötiðnaðarmanna segir þetta alvarlegt mál fyrir greinina.
Að sögn Halldórs J. Ragnarssonar formanns Meistarafélags kjötiðnaðarmanna er skýringin sem hann hefur fengið frá skólameistara MK þar sem Hótel- og matvælaskólinn er starfræktur sú að engir nemendur hafi skráð sig í námið á þessari önn og því telji skólinn sér ekki fært að halda úti tveimur starfsmönnum. Halldór segir annan starfsmannanna vera með 6 mánaða uppsagnarfrest og því ljóst að hann verði á launum fram á sumar, að því er fram kemur á ruv.is.
Hann segir að Matvælasamband hafi komið af fjöllum við þessi tíðindi. Þetta sé alvarleg staða fyrir greinina. Kennsla fari einnig fram hjá Verkmenntaskólanum á Akureyri, en aðastaða þar sé ekki nærri eins góð og í Kópavogi. Halldór segir að rætt verði við ráðuneytið og eins ætli Matvís að efna til fundar. Hann segist skilja skólameistara þannig að málið verði endurskoðað ef einhverjir skrá sig til náms.
Halldór segir að endurskoða þurfi námskrána og hvort ástæða sé til að breyta henni. Hún sé byggð fyrir unglinga 16 ára og eldri, en það sé ekki hópurinn sem velti fyrir sér námi í kjötiðn, heldur frekar fólk sem vinnur í faginu og vill mennta sig í því. Síðustu 3 ár hafi að meðaltali verið 1,3 nemendur í námi í kjötiðn.
Þá segir Halldór fulla ástæðu til að hafa meira eftirlit með því sem kallað er beint frá býli. Kjötiðn sé lögvernduð grein. Í lagi sé hins vegar í bæjarfélögum þar sem færri en hundað búa að vinna kjöt án aðkomu fagmanns, en eitthvað af því kjöti fari í framhaldinu á stærri markað eins og til Reykjavíkur. Lítið eftirlit sé með því.
Greint frá á ruv.is
Mynd: Smári
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Veitingastaðurinn Parma flytur – Leó Máni: Við höfum fengið mjög góðar móttökur….
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður opnar við gömlu höfnina í Reykjavík
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Hverjir skutla matnum þínum heim? Alþjóðleg könnun veitir innsýn í líf og störf sendla sem starfa fyrir Wolt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Sónó flytur út og Plantan flytur inn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Jólaborgarinn seldist upp
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ris a la mande ostakaka í glösum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Matarupplifun í jólapakkann – Dineout gjafabréf gildir á yfir 300 veitingastaði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Íslenskt lambakjöt orðið verndað afurðaheiti í Bretlandi