Keppni
Guðmundur keppir í fyrramálið í heimsmeistarakeppninni
Á morgun þriðjudaginn 20. ágúst verður Classic keppni og er hún í 5 flokkum, en heildarfjöldi keppanda er 56 talsins. Keppnin fer fram í Hilton Prague hótelinu í Prag í Tékklandi samhliða IBA ráðstefnunni.
Keppt er í Freyðivíns, Long drink, Fancy, sætum og þurrum drykkjum.
Keppandi íslendinga er Guðmundur Sigtryggsson og mun hann blanda freyðivínsdrykkinn Little fly, en keppnin byrjar á skreytingu og hefur hver keppandi 15 mínútur til að gera 5 skreytingar, svo fer fram sjálf blöndum drykksins og hefur hann 7 mínútur til að blanda 5 drykki.
Sýnt verður frá keppninni í beinni útsendingu og mun Guðmundur keppa milli klukkan 07°° og 08°° í fyrramálið á íslenskum tíma, fylgist vel með.
/Agnar Fjeldsted skrifar frá Prag í Tékklandi
Twitter og Instagram: #veitingageirinn
-
Markaðurinn6 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn6 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni7 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda





