Smári Valtýr Sæbjörnsson
Vala Stef sigraði í Finlandia Mystery Basket | Ein stærsta barþjónakeppni ársins

F.v. Federico Chavarro Suárez (3. sæti), Andri Davíð Pétursson (2. sæti) og Vala Stefánsdóttir (1. sæti)
Finlandia Mystery Basket barþjónakeppnin fór fram á fimmtudagskvöldið s.l. á Lava barnum í Reykjavík.
48 þátttakendur voru skráðir til leiks sem er metþátttaka í barþjónakeppnum hér á Íslandi.
Keppnin var samstarfsverkefni Barþjónaklúbbs Íslands og Mekka Wines & Spirits umboðsaðila Finlandia á Íslandi og keppnisfyrirkomulagið var að keppendur vissu ekki hvaða hráefni þeir höfðu til að keppa með fyrr en rétt áður en stigið var á svið.
Hver keppandi fékk 5 mínútur til að kynna sér þau hráefni sem í boði var, velja þau og gera uppskrift að drykknum.
Keppendur höfðu svo 7 mínútur til að útbúa drykkina, 2 drykkir fóru til dómnefndar og fengu gestir staðarins einnig að smakka þá drykki sem tóku þátt. Dómnenfndin sem skipuð var af góðum fjölmiðlamönnum, fyrrum sigurvegurum Finlandia keppna og yfirmönnum á vinsælum kokteilstöðum valdi svo besta kokteilinn, en refsistig voru gefin fyrir umframtíma og illa frágengna vinnustöð.
Úrslit urðu:
- sæti – Vala Stefánsdóttir frá Marina
- sæti – Andri Davíð Pétursson frá Mat og drykk
- sæti – Federico Chavarro Suárez frá Steikhúsinu

F.v. Tómas Kristjánsson forseti Barþjónaklúbbs Íslands, Vala Stefánsdóttir og Friðbjörn Pálsson hjá Mekka
Friðbjörn Pálsson vörumerkjastjóri Finlandia á Íslandi sagði í viðtali við veitingageirinn að hann reiknaði með góðri þátttöku, 25-30 manns sem telst með því hæsta í svona keppnum, þ.e. fyrir utan Íslandsmeistaramótið en bjóst ekki við að 48 keppendur myndu skrá sig í keppnina. Friðbjörn er stoltur að fá að vinna með Barþjónaklúbbnum og LAVA barnum sem vildu vinna með merkið sitt í þessari keppni.
Meðfylgjandi ljósmyndir tók: Ómar Vilhelmsson.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars