Smári Valtýr Sæbjörnsson
Bragð af Japan – Japanskir dagar á Sushi Samba | Gestakokkur: Kazuhiro Okochi
Dagana 15. til 20. september verða japanskir dagar hjá Sushi Samba og af því tilefni fá þau til síns í heimsókn Íslandsvininn og alþjóðlega matreiðslusnillinginn Kaz (Kazuhiro) Okochi.
Á síðustu 25 árum hefur Kaz unnið sér nafn í matreiðsluheiminum með að endurskapa hefðbunda japanska rétti með skemmtilegu “tvisti” – eitthvað sem hann kallar sjálfur“Freestyle Japanese Cuisine”
Kaz stofnaði KAZ Sushi bistro í Washinton DC árið 1999. Hefur staðurinn unnið til fjölda verðlauna og meðal fastagesta eru þekktir stjórnmálamenn og alþjóðlegar stórstjörnur.
Um KAZ
Kaz er fæddur og uppalin í Nagoya, Japan. Hann hefur frá barnæsku elskað að elda og langaði aldrei um að gera neitt annað í lífinu en verða matreiðslumaður. Eftir að hafa klárað listnám í Oklomahoma 1982 snéri hann aftur til Japans til að læra franska matargerð við Tsuji Culinary Institute, einn af fremstu matreiðsluskólum Japans. Eftir námið vatt hann kvæði sínu í kross og kláraði fimm ára nám í sushi og blöðrufiski (blowfisk) í Osaka.
Árið 1988 lét Kaz gamlan Ameríku draum rætast og flutti til Washington D.C. Þar byrjaði Kaz að þróa sinn eigin matreiðslustíl undir áhrifum frá mörgum af bestu matreiðslumönnum Evrópu og Bandaríkjana t.d. Jean-Lois Paladin, Michel Richard, Roberto Donna, Patrick O’Connell, Jose Andres og mörgum fleiri.
Árið 1999 opnaði hann KAZ sushi Bisto í miðbæ Washington, nálægt Hvíta húsinu, World bank og George Washington háskólanum. Staðurinn er einn af vinsælustu japönsku veitingahúsunum í Washington.
Með því að blanda saman alþjóðlegri tækni, bragði og framsetningu spegla réttir Kaz það fjölmenningar samfélag sem Washington er, en á sama tíma er hann trúr japönskum rótum sínum.
Pantaðu borð á Sushi Samba í síma 568 6600.
Myndir: aðsendar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi