Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Þráinn Freyr býður upp á ástarpunga á matarhátíð í New York

Birting:

þann

Þráinn Freyr Vigfússon

Þráinn Freyr Vigfússon
Mynd: bluelagoon.is

NORTH er Norræn matarhátíð sem haldin verður 26. september næstkomandi í New York þar sem á boðstólunum verður pop up með norrænan dögurð, kvöldverð, kokkteilum, fyrirlestrum og tónlist.

Hátíðin fer fram á Scandic Haymarket Square í borginni og kostar dögurðurinn 75 $ og kvöldverðurinn 150 $, allar aðrar uppákomur eru fríar.

NORTH - Nordic Food Festival

Frá klukkan 11 til 14 er boðið upp á dögurð sem er í höndunum á Þráni Frey Vigfússyni, matreiðslumeistara úr Bláa Lóninu, þar sem verður boðið upp á sígilda sem nýja rétti, einnig verður Reyka Vodki kynntur samhliða í formi kokkteila.

Matseðillinn er eftirfarandi:

  • Creamy langoustine soup and Omnom chocolate
  • Smoked trout and pancakes
  • Cured salmon ‘’gravlax‘’ and dill-mustard sauce
  • Wild goose liver parfait
  • Grilled prime of lamb with skyr rhubarb dressing
  • Traditional Icelandic fish stew ‘’plokkfiskur‘’ served with geothermal cooked rye bread
  • Grilled monkfish and sunchokes
  • Skyr and wild Icelandic blue berries
  • Cocktail sampling from Reyka Vodka

Steinunn Harðardóttir mun sýna spinning á íslenskri ull.

Tónlist er í höndunum á Hermigervill, Margréti Hjaltested trio og Curver Thoroddsen.

NORTH - Nordic Food Festival

Í eftirmiðdaginn mun Þráinn halda fyrirlestur um hefðir, sjálfbærni og utankomandi áhrif í íslenskri matargerð.

Leikstjórinn og framleiðandinn Gréta Ólafsdóttir ræðir islenska kvikmyndaframreiðslu í fortíð, nútíð og framtíð.

Um kvöldið verður boðið upp á kvöldverð í anda Blá lónsins, sem einnig er stjórnað af Þráni Frey Vigfússyni matreiðslumeistara staðarins.

NORTH - Nordic Food Festival

Hér getur að líta matseðillinn:

  • Crunchy leaf bread with smoked Icelandic leg of lamb from the vest of Iceland
  • Smoked trout on a torched flat bread
  • Wild goose liver parfait
  • Lamb terrine „Sviðasulta“ and sweet rutabaga
  • Geothermal cooked rye bread with salted Icelandic butter
  • Langoustine and green vegetables
  • Glazed carrots with pickled onions
  • Slow cooked cod and apples
  • Grilled sirloin of lamb with celeriac purees and lamb sauce
  • Baked Celeriac dressed with dried grapes, almonds and dill vinaigrette
  • Skyr ice cream and Omnom chocolate mousse
  • „Ástarpunga“ with salted caramel

Verður gaman að fylgjast með hvernig gengur og vonandi fáum við myndir til að sýna frá herlegheitunum.

Til gamans má geta að í fyrra á NORTH – Nordic Food Festival fór Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari og eigandi af Slippnum í Vestmannaeyjum og Mat & Drykk.

 

Myndir: af facebook síðu: NORTH – Nordic Food Festival

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið